Enski boltinn

Bendtner kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bendtner í leik með Sunderland.
Bendtner í leik með Sunderland. Mynd / Getty Images
Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, mun að öllum líkindum hafa brotið kinnbein í gær þegar lið hans mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann leikinn 2-0 en Bendner þurfti að yfirgefa grasið eftir aðeins tíu mínútna leik.

Bendner varð fyrir því óláni að fá spark frá Angel Rangel, leikmanni Swansea, í andlitið og þurfti því að hætta leik.

Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Sunderland, sagði í viðtali eftir leikinn að leikmaðurinn væri kinnbeinsbrotinn og sæi ekkert með öðru auganu vegna bólgu. Daninn verður því líklega frá í næsta leik liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×