Enski boltinn

Redknapp: Balotelli átti að fá rautt spjald

Stefán Árni Pálsson skrifar
Redknapp var allt annað en sáttur í leikslok.
Redknapp var allt annað en sáttur í leikslok. Mynd. / Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Manchester City í dag. Redknapp var brjálaður yfir því að Mario Balotelli hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á Scott Parker þegar leikmaðurinn lá í grasinu.

Manchester City vann leikinn 3-2 en það var Ítalinn Mario Balotelli sem skoraði sigurmarkið nokkrum andartökum áður en Howard Webb dómari leiksins flautaði til leiksloka.

„Vítaspyrnudómurinn í lokin virtist vera réttur en strákurinn sem fiskaði þá spyrnu átti ekki að vera inná vellinum".

„Hann sparkaði í höfuðið á Parker og átti auðvita að fá rautt spjald fyrir. Hann er bara þessi týpa og þetta var ósanngjarnt".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×