Enski boltinn

Reo-Coker ber enga virðingu fyrir Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kapparnir eigast við í leiknum í gær.
Kapparnir eigast við í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Nigel Reo-Coker, leikmaður Bolton, gagnrýndi Craig Bellamy harkalega eftir 3-1 sigur sinna manna á Liverpool í gær.

Bellamy skoraði eina mark Liverpool í leiknum en Reo-Coker hafði þá einnig skorað fyrir sína menn. Það hefur andað köldu á milli þeirra síðan 2007 og þurfti að stía þá í sundur í lok fyrri hálfleiks í gær.

Reo-Coker var svo spurður út í málið eftir leikinn í gær og var svarið einfalt: „Craig Bellamy er Craig Bellamy. Ég ber enga virðingu fyrir honum og hann getur því gert það sem honum lystir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×