Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 22. janúar 2012 18:08 Guðmundur eftir leikinn í dag. mynd/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur. Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur.
Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira