Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 22. janúar 2012 18:08 Guðmundur eftir leikinn í dag. mynd/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira