Handbolti

Tekið á móti strákunum með danssýningu

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Það var nokkuð létt yfir strákunum á æfingunni í dag.
Það var nokkuð létt yfir strákunum á æfingunni í dag. mynd/vilhelm
Strákarnir okkar ferðuðust í eina tvo tíma í dag frá smábænum Vrsac til Novi Sad sem er næststærsta borg Serbíu. Hér búa um 650 þúsund manns. Það var lítið um að vera í hinum 30 þúsund manna bæ Vrsac en allt annað er upp á teningnum hér.

Því fengu strákarnir að kynnast er þeir komu á liðshótelið. Þar var tekið á móti strákunum með danssýningu.

Í anddyri hótelsins var mættur hópur stúlkna sem dönsuðu við tvö lög. Reykvélin var á fullu gasi og mikið sjónarspil.

"Við vissum ekki alveg hvernig við áttum að vera. Þetta var afar óvænt svo ekki sé meira sagt," sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson og bætti við að þessi óvæntu uppákoma hefði fengið alla til þess að brosa.

Svo má við þetta bæta að fækkað hefur í hópnum því markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson fór heim í nótt en Oddur Gretarsson fer svo heim á morgun.

Brynjólfur Jónsson læknir kemur til móts við hópinn á morgun sem og Pétur Þór Gunnarsson sjúkraþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×