Fleiri fréttir

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

Ólafur: Var ekkert stressaður

Hafnfirðingurinn Ólafur Guðmundsson átti ágæta innkomu af bekknum í tapinu gegn Spánverjum í dag og náði að skora sitt fyrsta mark á stórmóti.

Götze frá í tvo mánuði

Mario Götze, miðjumaðurinn stórefnilegi hjá Borussia Dortmund, er meiddur í nára og verður vegna þessa frá næstu tvo mánuðina.

PSG vill Alex sem hafnaði QPR

Leonardo, framkvæmdarstjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á varnarmanninnum Alex sem er á leið frá Chelsea.

Aron er ánægður með nálastunguna

Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa plagað hann síðustu daga á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Nálastungumeðferð hefur hins vegar reynst honum vel.

Arnór: Mun líða vel í leiknum

Hörkutólið Arnór Atlason lét ekki slæmt bak aftra sér frá því að æfa með landsliðinu í gær. Arnór er lítið fyrir að væla og kýs að láta verkin tala sem hann hefur heldur betur gert í Serbíu.

Úthlutun gengur vel hjá SVFR

Úthlutun veiðisvæða hjá SVFR gengur ágætlega. Vænta má þess að flestir drættir um veiðisvæði verði yfirstaðnir í lok þessarar viku.

Pepe sleppur við bann fyrir að traðka á Messi

Pepe, portúgalski varnarmaður Real Madrid, fær enga refsingu fyrir að traðka á Lionel Messi leikmanni Barcelona í viðureign félaganna í Konungsbikarnum í síðustu viku. Spænska knattspyrnusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á mánudag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

Strákarnir horfðu saman á NFL

Hótellífið er ekkert sérstaklega spennandi eftir rúmlega vikutíma en strákarnir okkar gera sitt besta til þess að dreifa huganum og vera ferskir.

Réttað yfir Harry Redknapp - sakaður um skattsvik

Réttarhöld yfir Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur, hófust í Southwark á Englandi í gær. Redknapp er sakaður um að hafa lagt greiðslur, sem hann fékk sem yfirmaður knattspyrnumála og knattspyrnustjóri Portsmouth, inn á reikning í Mónakó án þess að greiða af þeim skatt.

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Vignir: Meiri innri ró yfir mér

Vignir Svavarsson segir að reynslan og þroskinn sé að gera hann að betri varnarmanni en hann var. Vignir hefur sýnt frábæra takta á báðum endum vallarins á EM og verið með betri mönnum íslenska liðsins.

Guðmundur: Ekki veikur hlekkur hjá Spánverjum

„Ég held að þetta sé besta liðið eins og staðan er í dag. Þeir eru taplausir og hafa sýnt ótrúlegan styrk. Það er ekki til veikur hlekkur í þessu liði. Hvorki í sókn, vörn né markvörslu. Við þurfum að eiga toppleik til þess að eiga möguleika," sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson um andstæðing dagsins á EM, Spánverja. Liðin mættust einnig á HM fyrir ári síðan og þá fór spænska liðið illa með strákana okkar.

Fjögur lið geta enn fylgt Serbunum í undanúrslitin

Það er bara ein umferð eftir af milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu og heimamenn hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Úrslit dagsins þýða það hinsvegar að fjögur lið eiga nú möguleika á því að fylgja Serbum í að spila um verðlaun.

Sveinbjörn Jónasson gengur til liðs við Fram

Markakóngur 1. deildar í knattspyrnu síðastliðið sumar, Sveinbjörn Jónasson, hefur gengið til liðs við Fram frá Þrótti Reykjavík. Sveinbjörn, sem verður 26 ára á árinu, skrifaði undir eins árs saming við Safamýrarliðið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

3 milljarða kr. kauptilboði Chelsea í Brasilíumann var hafnað

Forráðamenn Shakhtar Donestsk frá Úkraínu hafa staðfest að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi lagt inn formlegt kauptilboð í miðjumanninn Willian Borges da Silva. Brasilíumaðurinn er sókndjarfur miðjumaður og er hann aðeins 23 ára gamall. Chelsea hefur boðið 3,2 milljarða kr. eða sem nemur rétt um 17 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði var hafnað.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 111-104

KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins með sigri á Snæfelli í tvíframlengdum leik 111-104 á heimavelli þar sem Joshua Brown fór á kostum með 49 stig.

Serbar fyrstir til að tryggja sig inn í undanúrslitin á EM

Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í handbolta í Serbíu eftir þriggja marka sigur á Svíþjóð, 24-21, í lokaleik dagsins í milliriðli eitt. Serbar er því komnir með sjö stig (af átta mögulegum) og hafa tveggja stiga forskot á Þjóðverja og þriggja stiga forskot á Dani þegar ein umferð er eftir. Svíar eru hinsvegar neðstir í milliriðlinum.

Enn allt galopið í riðli Íslands

Þó svo að Ísland sé meðal neðstu liða í milliriðli 2 á EM í Serbíu skilja aðeins þrjú stig á milli liðanna allra í riðlinum.

Balotelli fer fyrir aganefndina eftir traðkið á Parker

Mario Balotelli, framherji Manchester City, er líklega á leiðinni í leikbann á næstunni eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að kæra hann fyrir atvik í 3-2 sigri City á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Pavel-lausir Sundsvall-menn töpuðu á heimavelli

Sundsvall Dragons tapaði sínum þriðja leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá með sex stigum á heimavelli á móti Södertälje Kings, 78-84. Sundsvall hefði farið á toppinn með sigri en er nú í 5. sæti tveimur stigum á eftir toppliðum Borås og Södertälje.

Makedóníumenn héldu út á móti Pólverjum

Makedónía vann tveggja marka sigur á Póllandi 27-25, í fyrsta leik dagsins í milliriðli eitt á EM í handbolta í Serbíu. Makedónía var sex mörkum yfir í hálfleik og náði að hanga á forystunni í þeim seinni. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og gerðu það vel.

Stjóri Swansea: Gylfi smellpassar í liðið

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Swansea, er hæstánægður með frammistöðu Hafnfirðingsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi Þór var í fyrsta sinn í byrjunarliði Swansea þegar liðið tapaði 2-0 gegn Sunderland og stóð að margra mati upp úr í liði sínu.

Serbar og Þjóðverjar eru í dauðfæri á EM í Serbíu | þrír leikir í dag

Þrír leikir fara fram í milliriðli A á Evrópumeistaramótinu í handbolta karla í Serbíu í dag. Þjóðverjar og Serbar eru í tveimur efstu sætum riðilsins með 5 stig. Tvö efstu sætin tryggja sæti í undanúrslitum en efsta liðið í A-riðli leikur gegn liði nr. 2 í B-riðli, og lið nr. 2 úr A-riðli leikur gegn efsta liðinu úr B-riðli þar sem Íslendingar eru.

Milan eltir Juventus eins og skugginn - Zlatan með tvö

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk þegar AC Milan lagði botnlið Novara 3-0 á útivelli í Serie A á sunnudag. Grannarnir í Inter halda áfram að klóra í bakkann eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en liðið lagði Lazio 2-1 á San Siro í gærkvöld.

Meiðslalisti Man Utd lengist | Jones verður frá í nokkrar vikur

Sigur Manchester United gegn Arsenal í gær í ensku úrvalsdeildinni tók sinn toll en fjórir leikmenn Englandsmeistaraliðs Man Utd meiddust í 2-1 sigri liðsins á Emirates leikvanginum í London. Varnarmaðurinn Phil Jones meiddist illa á ökkla og verður hann frá í allt að fjórar vikur en liðbönd sködduðust. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af leikvelli eftir aðeins 15 mínútur.

Öll mörkin og tilþrifin úr enska boltanum eru á Vísi

Spennan í ensku úrvalsdeildinni er gríðarleg og tveir íslenskir leikmenn náðu að skora mark um helgina fyrir lið sín. Grétar Rafn Steinsson skoraði í 3-1 sigri Bolton gegn Liverpool, og Heiðar Helguson skoraði fyrir QPR í 3-1 sigri gegn Wigan. Þeir sem að misstu af enska boltanum á Stöð 2 sport um helgina þurfa ekki að örvænta því öll mörkin eru aðgengileg á Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir