Handbolti

Rúnar fékk ljótt úr fyrir að vera valinn maður leiksins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar átti flottan leik í dag.
Rúnar átti flottan leik í dag. mynd/vilhelm
Nýliðinn Rúnar Kárason hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið á EM og nýtt mínúturnar sínar afar vel. Hann átti frábæran leik í dag og skoraði fjögur mörk.

Hann var í kjölfarið valinn besti maður leiksins og fékk að launum verðlaunagrip og úr frá Adidas sem honum leist ekkert sérstaklega vel á.

"Þetta er ljótt úr. Ég verð að viðurkenna það. Ég geri ekki ráð fyrir að nota það sjálfur. Ætli ég gefi ekki einhverjum það. Þetta er tækifærisgjöf," sagði Rúnar en hann var að vonum nokkuð ánægður með sinn leik.

"Þetta var allt í lagi hjá mér. Nokkur atriði sem hefðu mátt fara betur. Hjá okkur fannst mér vanta pínulítið upp á til þess að komast nær þeim og því fór sem fór," sagði skyttan unga.

"Við vorum of mistækir og fórum illa með dauðafærin. Það er rándýrt í svona leik enda Spánverjar með eitt af fjóru bestu liðum heims. Við hefðum þurft að eiga aðeins betri leik til að komast nær þeim og vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×