Handbolti

Vítaköstin eru að nýtast betur en á síðustu stórmótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hefur aðeins klikkað á 2 vítum á Evrópumótinu.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur aðeins klikkað á 2 vítum á Evrópumótinu. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson hefur sýnt mikið öryggi á vítalínunni á EM í Serbíu en hann hefur nýtt 14 af 16 vítum sínum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins sem gerir 88 prósenta vítanýtingu.

Guðjón Valur varð vítaskytta í forföllum Snorra Steins Guðjónssonar og Ólafs Stefánssonar , og það vekur athygli að vítanýting íslenska liðsins er betri nú en á síðustu stórmótum.

Hér fyrir neðan má sjá töflu yfir vítanýtingu íslenska liðsins á síðustu stórmótum.



Vítanýting Íslands á síðustu stórmótum

EM 2012 - 88 prósent

Guðjón Valur Sigurðsson 16/14 (88%)

HM 2011 - 80 prósent

Snorri Steinn Guðjónsson 14/11 (79%)

Þórir Ólafsson 6/5 (83%)

Ólafur Stefánsson 6/5 (83%)

EM 2010 - 75 prósent

Snorri Steinn Guðjónsson 24/19 (79%)

Ólafur Stefánsson 4/2 (50%)

ÓL 2008 - 76 prósent

Snorri Steinn Guðjónsson 26/21 (81%)

Ólafur Stefánsson 3/1 (33%)

EM 2008 - 68 prósent

Snorri Steinn Guðjónsson 9/6 (67%)

Guðjón Valur Sigurðsson 9/6 (67%)

Ólafur Stefánsson 8/6 (75%)

Logi Geirsson 2/1 (50%)

HM 2007 - 78 prósent

Snorri Steinn Guðjónsson 21/16 (76%)

Ólafur Stefánsson 23/19 (83%)

Ragnar Óskarsson 2/2 (100%)

Logi Geirsson 2/0 (0%)

Guðjón Valur Sigurðsson 1/1 (100%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×