Enski boltinn

Henrique ekki til QPR - fékk ekki atvinnuleyfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Henrique verður að sætta sig við að skora mörk í heimalandinu á næstunni.
Henrique verður að sætta sig við að skora mörk í heimalandinu á næstunni. Nordic photos / Getty Images
Ekkert verður úr komu Brasilíumannsins tvítuga Henrique til QPR. Ekki tókst að fá atvinnuleyfi fyrir sóknarmanninn unga.

Henrique hafði verið í viðræðum við QPR og lýst yfir miklum áhuga á að ganga til liðs við félagið. Talið var að Henrique, sem spilar með Sao Paulo í Brasilíu, yrði lánaður til QPR í 18 mánuði. Ekkert verður af vistaskiptunum vegna þess hve erfiðlega gengur að útvega framherjanum atvinnuleyfi.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að atvinnuleyfi fékkst ekki," sagði talsmaður QPR eftir að Brasilíumanninum var neitað um atvinnuleyfi í Englandi á mánudag.

Henrique var markahæsti leikmaður HM U20-landsliða síðastliðið sumar auk þess sem hann var valinn besti leikmaður keppninnar. Hann hafði sagt enskum fjölmiðlum að hann vildi spila fyrir Mark Hughes sem hann taldi sig geta lært mikið af. Hughes spilaði á sínum tíma með liðum á borð við Manchester United og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×