Handbolti

Strákarnir horfðu saman á NFL

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Mynd/Vilhelm
Hótellífið er ekkert sérstaklega spennandi eftir rúmlega vikutíma en strákarnir okkar gera sitt besta til þess að dreifa huganum og vera ferskir.

Á sunnudagskvöldið söfnuðust nokkrir þeirra til að mynda saman og horfðu á leik Baltimore Ravens og NY Giants í ameríska fótboltanum. Þeir eru nokkrir sem hafa mikinn áhuga á íþróttinni en létu samt skynsemina ráða og slepptu því að horfa á seinni leik kvöldsins sem fór fram um miðja nótt.

Í gær fengu þeir líka aðeins að fara út af hótelinu og borða á nýjum stað. Þó svo liðið sé á glæsilegu fimm stjörnu hóteli hefur maturinn þar ekki alveg staðið undir væntingum.

Einhverjir ákváðu að skella sér á veitingastaðinn „Novak" sem er í eigu serbneska tenniskappans Novak Djokovic sem nú stendur í ströngu á opna ástralska mótinu. Virkilega fínn staður sem sýnir gamla leiki með kappanum á meðan fólk borðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×