Fleiri fréttir

Valið stendur á milli heiðursins eða peninganna

AC Milan er ekki til í að spenna bogann of hátt vegna Carlosar Tevez og vilja forráðamenn félagsins að hann komi til félagsins á réttum forsendum. Vegna þess að hann sé metnaðarfullur knattspyrnumaður. Ekki vegna peninganna.

Haukaliðið með tak á KR - myndir

Haukakonur unnu frábæran 70-58 sigur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi en það voru mörg óvænt úrslit í umferðinni í gær en þrjú efstu liðin, Keflavík, Njarðvík og KR, töpuðu öll sínum leikjum.

Schumacher kemur til greina sem næsti forseti Kölnar

Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, gæti orðið næsti forseti þýska úrvalsdeildarliðsins Kölnar en Schumacher er einn af tuttugu nöfnum, sem ráðgjafi félagsins hefur lagt til, samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

Albanir réðu ítalskan þjálfara fyrir undankeppni HM 2014

Albanía verður með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 og fyrri leikur þjóðanna fer fram í Albaníu næsta haust. Albanir ákváðu að fá 55 ára Ítala til að stýra landsliðinu í þessari undankeppninni en í riðlinum eru einnig Noregur, Slóvenía, Sviss og Kýpur.

Neymar kláraði sitt en hvað gerir Messi?

Neymar skoraði eitt marka brasilíska liðsins Santos þegar liðið vann 3-1 sigur á japanska liðinu Kashiwa Reysol í undanúrslitum í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem stendur nú yfir í Japan. Santos mætir annaðhvort Barcelona eða Al-Sadd frá Katar í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudaginn.

HM kvenna 2011: Spánn sló út Brasilíu eftir mikla dramatík

Spánn varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu eftir dramatískan sigur á heimastúlkum í Brasilíu. Spánn mætir Noregi í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum spila Danmörk og Frakkland.

Rhein-Neckar Löwen datt út úr þýska bikarnum í kvöld

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen duttu út fyrir þýsku meisturunum í HSV Hamburg í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld. HSV Hamburg vann leikinn 33-32 í framlengingu en Michael Kraus skoraði sigurmark Hamburg af vítalínunni.

Fjölnir vann í Njarðvík | Stigaskor kvöldsins í kvennakörfunni

Fjölnir vann óvæntan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Iceland Express deild kvenna körfubolta í kvöld og Keflavík heldur því toppsætinu þrátt fyrir óvænt tap í Hólminum. Valur vann Hamar í Hveragerði og staða Hamarsliðsins á botninum versnaði því eftir úrslit kvöldsins.

Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld

Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld.

Rijkaard orðaður við PSG

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er á meðal þeirra sem koma til greina sem þjálfari hins nýríka liðs PSG í Frakklandi. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

AG með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Viborg

AG Kaupmannahöfn vann öruggan 29-23 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var fjórtán sigur liðsins í sextán deildarleikjum á þessu tímabili og liðið er nú með fimm stiga forskot á KIF Kolding á toppi deildarinnar.

Haukakonur unnu KR aftur og nú í DHl-höllinni

Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum.

Snæfell vann óvæntan sigur á toppliði Keflavíkur

Snæfell vann óvæntan 68-61 sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Stykkiishólmi í kvöld. Snæfellskonur eru gríðarlega öflugar á heimavelli og sönnuðu það enn á ný í þessum leik.

Guardiola sakar Marca um lygar

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að það sé ekkert hæft í þeim fregnum að félagið muni reyna að selja framherjann David Villa í janúar.

Aron með fimm mörk þegar Kiel sló Füchse Berlin úr úr bikarnum

Alfreð Gíslason hafði betur á móti Degi Sigurðssyni í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í Berlín í kvöld. THW Kiel vann Füchse Berlin 39-28 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Kiel er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið þýska bikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár

Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan.

HM kvenna 2011: Dönsku stelpurnar komnar í undanúrslit - unnu Angóla

Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með því að vinna 28-23 sigur á Angóla í átta liða úrslitunum dag. Dönsku stelpurnar mæta Frökkum í undanúrslitunum en þær frönsku slógu út heimsmeistara Rússa fyrr í dag.

Helena með níu stig í flottum sigri í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta stigaleik í Meistaradeildinni í vetur þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic CO í dag. Good Angels Kosice hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í sínum riðli og á mjög góða möguleika á því að komast áfram

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

HM 2011: Rússar spila ekki um verðlaun

Heimsmeistarar Rússlands, sem slógu stelpurnar okkar úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu, töpuðu í dag fyrir Frökkum í fjórðungsúrslitum keppninnar, 25-23.

Stoke skammað út af handklæðunum

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla loksins að taka í taumana vegna hegðunar Stoke City á heimavelli sínum sem þykir ekki alltaf vera sanngjörn í garð andstæðinga sinna.

Odom sár út í Lakers | Vildi ekki fara til Hornets

Lamar Odom er kominn til Dallas Mavericks frá LA Lakers og hann segir að sér hafi sárnað hvernig Lakers kom fram við hann. Odom átti upprunalega að fara til Hornets í skiptum fyrir Chris Paul en endaði hjá Mavericks á endanum.

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Donald segist vanta risatitil

Besti kylfingur heims um þessar mundir, Luke Donald, er ekki fullkomlega sáttur þó svo hann hafi átt ótrúlegt ár á vellinum. Hann rakaði inn mestum peningum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Nene fær 67 milljónir dollara hjá Denver

Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þessa dagana og liðin að gera sig klár fyrir stutt og snarpt tímabil. Denver Nuggets er búið að endursemja við Nene til næstu fimm ára.

Redknapp vill prófa tvo aðaldómara

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldómara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara.

Milan ekki að drífa sig vegna Tevez

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að ekkert liggi á að ganga frá samningi við sólstrandargæjann Carlos Tevez. Milan ku hafa náð samkomulagi við Tevez en nokkuð ber á milli félagsins og Man. City.

Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Eggerti

Afar fátt bendir til þess að landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verði áfram í herbúðum skoska félagsins Hearts. Eggert, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, hefur ekki viljað framlengja við félagið.

Karen Knútsdóttir er með bestu vítanýtinguna

Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins, sýndi stáltaugar á vítalínunni á HM í Brasilíu og nýtti 13 af 14 vítum sínum í keppninni sem gerir 93ja prósenta vítanýtingu.

Í beinni: Fulham - OB

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Fulham og danska liðsins OB í K-riðli Evrópudeildar UEFA.

Tevez sólar sig og tekur lagið á tónleikum

Á meðan her manna reynir að finna lausn á framtíð Carlos Tevez nýtur leikmaðurinn óvinsæli ljúfa lífsins í Argentínu en þangað fór hann í óþökk félags síns, Man. City.

Stuðningsmenn Man. Utd réðust að Balotelli

Það fer ekki fram hjá neinum í Manchester þegar Mario Balotelli er á ferðinni. Hann keyrir um á hvítum Maserati og það vita allir í borginni. Ítalinn getur því ekki keyrt um borgina óhultur.

Ekki heimild á kortinu hjá Bendtner - vildi fá fría pizzu

Danski framherjinn Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, lenti í heldur betur neyðarlegri uppákomu á pizzastað þegar hann fékk synjun á kreditkortið sitt. Bendtner varð að fá pening frá ókunnugum til þess að geta keypt pizzurnar sínar.

Rummenigge: Blatter er háll sem áll

Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður Bayern Munchen, gagnrýndi Sepp Blatter forseta FIFA, í dag og líkti honum við einræðisherra. Blatter situr sem fastast í forsetastólnum þrátt fyrir ýmis afglöp og mikla óánægju með hans störf í fótboltaheiminum.

Ronaldo skoraði í bikarsigri Real Madrid

Real Madrid vann 2-0 sigur á C-deildarliðinu Ponferradina á útivelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld. Ponferradina féll úr b-deildinni á síðustu leiktíð en Real hóf bikarvörn sína í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir