Handbolti

Tveir í beinni í 8 liða úrslitum á HM kvenna í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ann Grete Nørgaard bjargaði danska liðinu í 16 liða úrslitunum.
Ann Grete Nørgaard bjargaði danska liðinu í 16 liða úrslitunum. Mynd/AFP
Átta liða úrslit HM kvenna í handbolta í Brasilíu fara fram í dag og má búast við spennandi leikjum.

Tveir leikjanna, Noregur-Króatía (kl. 19.15) og Spánn-Brasilía (kl. 22.00), verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fyrri leikurinn verður sýndur á rás 3.

Fyrstu tveir leikir dagsins eru síðan Rússland-Frakkland (kl. 13.45) og Angóla-Danmörk (kl. 16.30).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×