Handbolti

Karen Knútsdóttir er með bestu vítanýtinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir var með frábæra vítanýtingu á HM.
Karen Knútsdóttir var með frábæra vítanýtingu á HM. Mynd/Pjetur
Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins, sýndi stáltaugar á vítalínunni á HM í Brasilíu og nýtti 13 af 14 vítum sínum í keppninni sem gerir 93ja prósenta vítanýtingu.

Enginn leikmaður á HM sem hefur tekið 14 víti eða meira hefur gert betur en Karen. Karen klikkaði aðeins á einu víti og það kom á móti Kína eftir að hún var búin að skora úr tíu í röð.

Norska stelpan Linn Sulland er sú eina sem nær 90 prósenta nýtingu og hún þarf að skora úr næstu átta vítum sínum til að ná upp í nýtingu Karenar.

Besta vítanýting á HM:

(lágmark 14 víti tekin)

Karen Knútsdóttir, Íslandi 93% (14/13)

Linn Sulland, Noregi 90% (20/18)

Shio Fujii, Japan 88% (17/15)

Alexandra do Nascimento, Brasilíu 87,5% (16/14)

Isabelle Gulldén, Svíþjóð 87,5% (16/14)

Jussara Castro, Úrúgvæ 86% (14/12)

Paule Baudouin, Frakklandi 86% (14/12)

Franziska Mietzner, Þýskalandi 85% (20/17)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×