Handbolti

AG með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Viborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn vann öruggan 29-23 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var fjórtán sigur liðsins í sextán deildarleikjum á þessu tímabili og liðið er nú með fimm stiga forskot á KIF Kolding á toppi deildarinnar.

AG komst í 8-3 og 15-8 í fyrri hálfleik og var með sex marka forskot í hálfleik, 16-10. Viborg náði að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik, 19-16, en AG skoraði 5 af næstu 7 mörkum leiksins og landaði öruggum sigri.

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson áttu báðir góðan leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×