Helena Sverrisdóttir átti sinn besta stigaleik í Meistaradeildinni í vetur þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic CO í dag. Good Angels Kosice hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í sínum riðli og á mjög góða möguleika á því að komast áfram
Helena var auk stiganna með 6 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Hún hafði mest áður skorað fimm stig í einum leik í Meistaradeildinni. Helena spilaði í tæpar fimmtán mínútur í leiknum en hún hitti úr 3 af 5 skotum sínum.
Helena hitti úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik og var þá með 7 stig á rúmum sex mínútum. Kosice var þegar komið með 27 stiga forskot í hálfleik, 61-34. Helena spilaði síðan í fjórða leikhlutanum og bætti þá við einni körfu.
Helena með níu stig í flottum sigri í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn



Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn



Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði
Enski boltinn

Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“
Enski boltinn