Handbolti

HM kvenna 2011: Dönsku stelpurnar komnar í undanúrslit - unnu Angóla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með því að vinna 28-23 sigur á Angóla í átta liða úrslitunum dag. Dönsku stelpurnar mæta Frökkum í undanúrslitunum en þær frönsku slógu út heimsmeistara Rússa fyrr í dag.

Danska liðið, sem var nærri því dottið út fyrir Japan í 16 liða úrslitunum, byrjaði leikinn mjög vel og var 15-11 yfir hálfleik. Leikmenn Angóla gáfust ekki upp og náðu að breyta muninum úr 20-15 í 20-19 í seinni hálfeik. Þær dönsku voru hinsvegar sterkari á endasprettinum og tryggðu sér fimm marka sigur.

Danska kvennalandsliðið hefur ekki unnið verðlaun á HM undanfarin tólf ár en liðið er á siglingu og hefur nú leikið tólf leiki í röð án þess að tapa. Danska liðið hefur unnið alla sjö leiki sína á HM í Brasilíu til þessa.

Hér má sjá leikjayfirlit og úrslit á HM kvenna í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×