Fótbolti

Albanir réðu ítalskan þjálfara fyrir undankeppni HM 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni De Biasi.
Gianni De Biasi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Albanía verður með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 og fyrri leikur þjóðanna fer fram í Albaníu næsta haust. Albanir ákváðu að fá 55 ára Ítala til að stýra landsliðinu í þessari undankeppninni en í riðlinum eru einnig Noregur, Slóvenía, Sviss og Kýpur.

Gianni De Biasi er að taka við landsliði í fyrsta sinn en hann hefur áður þjálfað ítölsku liðin  Modena, Brescia, Torino og Udinese sem og spænska liðið Levante. Albanska sambandið ætlaði að ráða heimamann en það slitnaði upp úr viðræðum við Besnik Hasi.

„Samningur hans verður til nóvember 2013," sagði í fréttatilkynningu frá albanska knattspyrnusambamdinu. Albanir verða búnir að spila við Kýpur á heimavelli og Sviss á útivelli áður en þeir taka á móti íslenska landsliðinu í október.

Albanir hafa eins og Íslendingar aldrei tekið að komast inn á stórmót. Albanía endaði í fimmta sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2012 en þeir voru í riðli með Frökkum, Bosníumönnum, Rúmenum, Hvít-Rússum og Lúxemborgurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×