Alfreð og Dagur mætast í kvöld - „erum vinir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2011 15:45 Bob Hanning og Dagur Sigurðsson. Nordic Photos / Bongarts Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira