Alfreð og Dagur mætast í kvöld - „erum vinir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2011 15:45 Bob Hanning og Dagur Sigurðsson. Nordic Photos / Bongarts Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“ Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“
Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita