Fleiri fréttir Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld. 8.9.2007 21:25 Markalaust í Svíþjóð Svíþjóð og Danmörk gerðu í kvöld markalaust jafntefli en liðin eru með Íslandi í riðli í undankeppni Evrópumótsins. Svíar eru á toppi riðilsins með átján stig en Danir eru hinsvegar í fjórða sæti með ellefu stig. 8.9.2007 20:56 Noregur upp í annað sætið Norska landsliðið komst upp í annað sætið í C-riðli undankeppni Evrópumótsins með því að leggja Moldavíu 1-0 á útivelli í kvöld. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins. 8.9.2007 20:02 Eiður ekki í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn. 8.9.2007 19:09 Valur áfram í Meistaradeildina Valur vann Viking Malt frá Litháen 33-24 í kvöld. Þetta var síðari viðureign þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur vann fyrri leikinn sem fram fór í gær einnig með níu marka mun. Báðir leikirnir voru í nýju Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. 8.9.2007 19:02 Áfall fyrir Norður-Íra Lettland vann Norður-Írland 1-0 í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Norður-Íra í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ísland og Liechtenstein eru nú saman á botni riðilsins. 8.9.2007 18:22 Öruggur sigur Englands Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards. 8.9.2007 17:47 Stelpurnar töpuðu í Noregi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Noregi í B-deild Evrópukeppni landsliða. Lokatölur leiksins voru 55-38. Norska liðið var of stór biti fyrir það íslenska og hafði frumkvæðið allan leikinn. 8.9.2007 17:32 U19 landsliðið vann Skotland Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur. 8.9.2007 17:09 England yfir í hálfleik Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 8.9.2007 16:50 Skotland vann Litháen Skotar unnu Litháen 3-1 í undankeppni Evrópumótsins. Liðin eru í B-riðli en með sigrinum komust Skotar upp að hlið Frakka í efsta sætinu. Ítalía og Frakkland mætast í kvöld. 8.9.2007 16:45 Cole efstur á óskalista City Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins. 8.9.2007 16:08 Ballack í skiptum fyrir Adriano? Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti. 8.9.2007 15:30 Víðir vann 3. deildina Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar. 8.9.2007 15:13 Stjarnan komin áfram Bikarmeistararnir í Stjörnunni eru komnir áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Þeir lögðu lið TENAX Debele frá Lettlandi með samtals þrettán marka mun úr tveimur leikjum. 8.9.2007 15:00 Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum. 8.9.2007 14:28 James besti markvörður Englands Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera í vafa um að David James sé besti markvörður sem England eigi. Hann segir James vera betri markvörð en Paul Robinson sem er aðalmarkvörður landsliðsins í dag. 8.9.2007 13:52 Alonso fremstur Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól. 8.9.2007 13:35 Byrjunarlið Íslands í kvöld Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada. 8.9.2007 13:17 Hughes verður ekki með gegn Íslandi Aaron Hughes, fyrirliði Norður-Írlands, verður ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn. Hughes á við ökklameiðsli að stríða og þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Norður-Íra sem mætir Lettlandi í dag. 8.9.2007 13:00 Fólk hvatt til að mæta tímanlega Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn. 8.9.2007 12:15 Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld. 8.9.2007 11:30 Owen mun gera gæfumuninn Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að Michael Owen muni tryggja honum mörk til sigurs gegn Ísrael í dag. England tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins en leikið verður á Wembley. 8.9.2007 10:45 Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið. 7.9.2007 21:16 Stefnum á að sækja hratt Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður. 7.9.2007 21:00 Valur vann með níu mörkum Opnunarleikur Vodafone-hallarinnar að Hlíðarenda fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í handbolta mættu þá liði Viking Malt frá Litháen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur vann níu marka sigur, 28-19. 7.9.2007 20:51 Mikilvægur sigur Þórs/KA í Garðabæ Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö í deildinni, Valur og KR, unnu bæði leiki sína þar sem markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru á skotskónum. Þór/KA vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni. 7.9.2007 20:27 Heskey í byrjunarliðinu BBC heldur því fram að Emile Heskey verði í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Ísrael á morgun. Þetta eru svo sannarlega óvænt tíðindi og örugglega einhverjir sem halda að nú sé Steve McClaren endanlega búinn að missa það. 7.9.2007 20:10 Jafntefli í Slóvakíu Íslenska U21 landsliðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Slóvakíu en leikið var ytra. Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu en Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, skoraði það síðara og jafnaði í 2-2. 7.9.2007 19:54 Stjarnan í góðri stöðu Bikarmeistarar Stjörnunnar eru nú staddir út í Lettlandi. Þeir léku í dag fyrri leik sinn gegn TENAX Debele í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Seinni leikurinn verður á morgun en Stjörnumenn eru í mjög góðri stöðu eftir 36-26 sigur í dag. 7.9.2007 19:23 Ég er enginn Maradona Argentínskir fótboltamenn geta vart sparkað bolta í Evrópu án þess að byrjað sé að bera þá saman við kónginn sjálfan, Diego Maradona. Þessu hefur Ezequiel Lavezzi, leikmaður Napoli, fengið að kynnast en hann er ekki ánægður með samanburðinn. 7.9.2007 18:01 Julio Cruz framlengir við Inter Julio Cruz, sóknarmaður Inter, hefur framlengt samningi sínum við liðið til 2009. Þessi 32 ára leikmaður skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum á síðasta leiktímabili en hann átti við meiðsli að stríða. 7.9.2007 17:44 Óafsakanlegt ef við töpum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, viðurkennir að það væri óafsakanlegt ef liðinu mistekst að vinna Ísrael í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Það er mikil pressa á McClaren en enska landsliðið hefur ekki staðið sig í stykkinu undir hans stjórn. 7.9.2007 17:31 Heil umferð í Landsbankadeild kvenna Núna klukkan 18:00 verður flautað til leiks í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna. Tveir leikir verða í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Keflavík. Topplið Vals tekur á móti Fylki á Valbjarnarvelli á meðan KR-stúlkur heimsækja botnlið ÍR. 7.9.2007 17:06 Yakubu varð að fara Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir að félagið hafi neyðst til að selja framherjann Yakubu í sumar því hugarfar hans hafi verið orðið slæmt fyrir liðið. Það var leikur gegn Wigan þann 15. ágúst sem fyllti mælinn hjá stjóranum. 7.9.2007 16:51 Aragones hefur ekki áhyggjur af kuldanum Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af kuldanum þegar hans menn mæta Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld. Hann segir vindinn frekar geta orðið til vandræða. 7.9.2007 16:31 Oleguer gæti farið í fangelsi Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum. 7.9.2007 16:17 Danir bjóða Svíum aðstoð sína í löggæslu Danska lögreglan hefur ákveðið að senda lögreglumann sérstaklega til Stokkhólms á leik Svía og Dana í undankeppni EM, þar sem honum verður ætlað að aðstoða kollega sína í sænsku lögreglunni við að halda friðinn á Rasunda. 7.9.2007 16:12 Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins. 7.9.2007 15:53 Samningur Beckham verstu viðskipti í sögunni Breska dagblaðið The Sun hefur eftir ónefndum bandarískum miðli að samningurinn sem David Beckham hafi undirritað hjá LA Galaxy sé versti viðskiptasamningur í sögu Bandaríkjanna. 7.9.2007 15:36 Blikar lögðu Keflvíkinga Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga. 7.9.2007 14:39 Byrjunarlið Spánverja annað kvöld Spænska landsliðið mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum klukkan 20 annað kvöld og þar er valinn maður í hverju rúmi þó liðið sé án manna eins og Cesc Fabregas í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Spánverja eins og það lítur út í dag. 7.9.2007 14:19 Taylor neitar samningstilboði Newcastle Varnarmaðurinn Steven Taylor hjá Newcastle hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og segir faðir hans og umboðsmaður hann vera mjög vonsvikinn um að vera ekki í meiri metum hjá félaginu. Taylor er 21 árs og er talinn eitt mesta efni sem komið hefur upp í unglingaliði Newcastle í áraraðir. 7.9.2007 14:06 Sol Campbell framlengir við Portsmouth Varnarjaxlinn Sol Campbell skrifaði í dag undir framlengdan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth og er því samningsbundinn til ársins 2009. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar. Campbell er 32 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins og var valinn aftur í enska landsliðið í síðasta mánuði. 7.9.2007 13:58 Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir. 7.9.2007 13:47 Sjá næstu 50 fréttir
Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld. 8.9.2007 21:25
Markalaust í Svíþjóð Svíþjóð og Danmörk gerðu í kvöld markalaust jafntefli en liðin eru með Íslandi í riðli í undankeppni Evrópumótsins. Svíar eru á toppi riðilsins með átján stig en Danir eru hinsvegar í fjórða sæti með ellefu stig. 8.9.2007 20:56
Noregur upp í annað sætið Norska landsliðið komst upp í annað sætið í C-riðli undankeppni Evrópumótsins með því að leggja Moldavíu 1-0 á útivelli í kvöld. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins. 8.9.2007 20:02
Eiður ekki í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn. 8.9.2007 19:09
Valur áfram í Meistaradeildina Valur vann Viking Malt frá Litháen 33-24 í kvöld. Þetta var síðari viðureign þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur vann fyrri leikinn sem fram fór í gær einnig með níu marka mun. Báðir leikirnir voru í nýju Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. 8.9.2007 19:02
Áfall fyrir Norður-Íra Lettland vann Norður-Írland 1-0 í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Norður-Íra í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ísland og Liechtenstein eru nú saman á botni riðilsins. 8.9.2007 18:22
Öruggur sigur Englands Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards. 8.9.2007 17:47
Stelpurnar töpuðu í Noregi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Noregi í B-deild Evrópukeppni landsliða. Lokatölur leiksins voru 55-38. Norska liðið var of stór biti fyrir það íslenska og hafði frumkvæðið allan leikinn. 8.9.2007 17:32
U19 landsliðið vann Skotland Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur. 8.9.2007 17:09
England yfir í hálfleik Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. 8.9.2007 16:50
Skotland vann Litháen Skotar unnu Litháen 3-1 í undankeppni Evrópumótsins. Liðin eru í B-riðli en með sigrinum komust Skotar upp að hlið Frakka í efsta sætinu. Ítalía og Frakkland mætast í kvöld. 8.9.2007 16:45
Cole efstur á óskalista City Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins. 8.9.2007 16:08
Ballack í skiptum fyrir Adriano? Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti. 8.9.2007 15:30
Víðir vann 3. deildina Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar. 8.9.2007 15:13
Stjarnan komin áfram Bikarmeistararnir í Stjörnunni eru komnir áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Þeir lögðu lið TENAX Debele frá Lettlandi með samtals þrettán marka mun úr tveimur leikjum. 8.9.2007 15:00
Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum. 8.9.2007 14:28
James besti markvörður Englands Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera í vafa um að David James sé besti markvörður sem England eigi. Hann segir James vera betri markvörð en Paul Robinson sem er aðalmarkvörður landsliðsins í dag. 8.9.2007 13:52
Alonso fremstur Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól. 8.9.2007 13:35
Byrjunarlið Íslands í kvöld Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada. 8.9.2007 13:17
Hughes verður ekki með gegn Íslandi Aaron Hughes, fyrirliði Norður-Írlands, verður ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn. Hughes á við ökklameiðsli að stríða og þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Norður-Íra sem mætir Lettlandi í dag. 8.9.2007 13:00
Fólk hvatt til að mæta tímanlega Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn. 8.9.2007 12:15
Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld. 8.9.2007 11:30
Owen mun gera gæfumuninn Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að Michael Owen muni tryggja honum mörk til sigurs gegn Ísrael í dag. England tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins en leikið verður á Wembley. 8.9.2007 10:45
Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið. 7.9.2007 21:16
Stefnum á að sækja hratt Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður. 7.9.2007 21:00
Valur vann með níu mörkum Opnunarleikur Vodafone-hallarinnar að Hlíðarenda fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í handbolta mættu þá liði Viking Malt frá Litháen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur vann níu marka sigur, 28-19. 7.9.2007 20:51
Mikilvægur sigur Þórs/KA í Garðabæ Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö í deildinni, Valur og KR, unnu bæði leiki sína þar sem markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru á skotskónum. Þór/KA vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni. 7.9.2007 20:27
Heskey í byrjunarliðinu BBC heldur því fram að Emile Heskey verði í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætir Ísrael á morgun. Þetta eru svo sannarlega óvænt tíðindi og örugglega einhverjir sem halda að nú sé Steve McClaren endanlega búinn að missa það. 7.9.2007 20:10
Jafntefli í Slóvakíu Íslenska U21 landsliðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Slóvakíu en leikið var ytra. Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu en Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, skoraði það síðara og jafnaði í 2-2. 7.9.2007 19:54
Stjarnan í góðri stöðu Bikarmeistarar Stjörnunnar eru nú staddir út í Lettlandi. Þeir léku í dag fyrri leik sinn gegn TENAX Debele í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Seinni leikurinn verður á morgun en Stjörnumenn eru í mjög góðri stöðu eftir 36-26 sigur í dag. 7.9.2007 19:23
Ég er enginn Maradona Argentínskir fótboltamenn geta vart sparkað bolta í Evrópu án þess að byrjað sé að bera þá saman við kónginn sjálfan, Diego Maradona. Þessu hefur Ezequiel Lavezzi, leikmaður Napoli, fengið að kynnast en hann er ekki ánægður með samanburðinn. 7.9.2007 18:01
Julio Cruz framlengir við Inter Julio Cruz, sóknarmaður Inter, hefur framlengt samningi sínum við liðið til 2009. Þessi 32 ára leikmaður skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum á síðasta leiktímabili en hann átti við meiðsli að stríða. 7.9.2007 17:44
Óafsakanlegt ef við töpum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, viðurkennir að það væri óafsakanlegt ef liðinu mistekst að vinna Ísrael í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Það er mikil pressa á McClaren en enska landsliðið hefur ekki staðið sig í stykkinu undir hans stjórn. 7.9.2007 17:31
Heil umferð í Landsbankadeild kvenna Núna klukkan 18:00 verður flautað til leiks í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna. Tveir leikir verða í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Keflavík. Topplið Vals tekur á móti Fylki á Valbjarnarvelli á meðan KR-stúlkur heimsækja botnlið ÍR. 7.9.2007 17:06
Yakubu varð að fara Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir að félagið hafi neyðst til að selja framherjann Yakubu í sumar því hugarfar hans hafi verið orðið slæmt fyrir liðið. Það var leikur gegn Wigan þann 15. ágúst sem fyllti mælinn hjá stjóranum. 7.9.2007 16:51
Aragones hefur ekki áhyggjur af kuldanum Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af kuldanum þegar hans menn mæta Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld. Hann segir vindinn frekar geta orðið til vandræða. 7.9.2007 16:31
Oleguer gæti farið í fangelsi Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum. 7.9.2007 16:17
Danir bjóða Svíum aðstoð sína í löggæslu Danska lögreglan hefur ákveðið að senda lögreglumann sérstaklega til Stokkhólms á leik Svía og Dana í undankeppni EM, þar sem honum verður ætlað að aðstoða kollega sína í sænsku lögreglunni við að halda friðinn á Rasunda. 7.9.2007 16:12
Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins. 7.9.2007 15:53
Samningur Beckham verstu viðskipti í sögunni Breska dagblaðið The Sun hefur eftir ónefndum bandarískum miðli að samningurinn sem David Beckham hafi undirritað hjá LA Galaxy sé versti viðskiptasamningur í sögu Bandaríkjanna. 7.9.2007 15:36
Blikar lögðu Keflvíkinga Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga. 7.9.2007 14:39
Byrjunarlið Spánverja annað kvöld Spænska landsliðið mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum klukkan 20 annað kvöld og þar er valinn maður í hverju rúmi þó liðið sé án manna eins og Cesc Fabregas í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Spánverja eins og það lítur út í dag. 7.9.2007 14:19
Taylor neitar samningstilboði Newcastle Varnarmaðurinn Steven Taylor hjá Newcastle hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og segir faðir hans og umboðsmaður hann vera mjög vonsvikinn um að vera ekki í meiri metum hjá félaginu. Taylor er 21 árs og er talinn eitt mesta efni sem komið hefur upp í unglingaliði Newcastle í áraraðir. 7.9.2007 14:06
Sol Campbell framlengir við Portsmouth Varnarjaxlinn Sol Campbell skrifaði í dag undir framlengdan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth og er því samningsbundinn til ársins 2009. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar. Campbell er 32 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins og var valinn aftur í enska landsliðið í síðasta mánuði. 7.9.2007 13:58
Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir. 7.9.2007 13:47