Íslenski boltinn

U19 landsliðið vann Skotland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd úr myndasafni KSÍ.
Mynd úr myndasafni KSÍ.

Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur.

Gylfi Sigurðsson hjá Reading kom Íslandi yfir og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, bætti öðru marki við fyrir hálfleik. Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, innsiglaði síðan sigur Íslands.

Liðin mætast að nýju á mánudag klukkan 17:30 en sá leikur fer fram á Keflavíkurvelli.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×