Enski boltinn

Óafsakanlegt ef við töpum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þessir tveir verða í sviðsljósinu gegn Ísrael á morgun.
Þessir tveir verða í sviðsljósinu gegn Ísrael á morgun.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, viðurkennir að það væri óafsakanlegt ef liðinu mistekst að vinna Ísrael í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Það er mikil pressa á McClaren en enska landsliðið hefur ekki staðið sig í stykkinu undir hans stjórn.

„Ég get ekki afsakað neitt ef við töpum. Við erum með nægilega góða leikmenn og nægilega sterkt lið til að vinna. Ég hef ekki hugsað út í það að við getum fallið úr keppni. Ef leikmenn sýna það sem þeir eru að sýna með félagsliðum sínum þarf ekki að spyrja að leikslokum," sagði McClaren.field this week.

Staðfest hefur verið að Steven Gerrard muni verða í byrjunarliðinu á morgun en hann komst í gegnum æfingu í morgun. Þá hefur McClaren sagt að Paul Robinson haldi sæti sínu í markinu þrátt fyrir mistökin í leiknum gegn Þýskalandi.

Leikur Englands og Ísraels verður í beinni útsendingu á Sýn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×