Íslenski boltinn

Víðir vann 3. deildina

Elvar Geir Magnússon skrifar

Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar.

Vegna fjölgunar í landsdeildum eru það fimm lið sem komast upp í 2. deildina. Auk Víðis og Gróttu hefur Hamar úr Hveragerði og Hvöt frá Blönduósi tryggt sér upp. Tindastóll og BÍ/Bolungarvík mætast í tveimur úrslitaleikjum um eina lausa sætið sem eftir er. Fyrri viðureignin verður á Sauðárkróki á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×