Fótbolti

Danir bjóða Svíum aðstoð sína í löggæslu

AFP

Danska lögreglan hefur ákveðið að senda lögreglumann sérstaklega til Stokkhólms á leik Svía og Dana í undankeppni EM, þar sem honum verður ætlað að aðstoða kollega sína í sænsku lögreglunni við að halda friðinn á Rasunda.

Flestum ætti að vera í fersku minni uppákoman sem varð á fyrri leik liðanna á Parken í Danmörku þar sem ölvaður áhorfandi slapp inn á völlinn og reyndi að kýla dómarann. Lögreglan ætlar að tjalda öllu til að koma í veg fyrir að slíkur skrípaleikur endurtaki sig og hefur eftirlit og öryggisgæsla verið efld til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×