Fótbolti

Áfall fyrir Norður-Íra

Chris Baird skoraði sjálfsmark.
Chris Baird skoraði sjálfsmark.

Lettland vann Norður-Írland 1-0 í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Norður-Íra í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ísland og Liechtenstein eru nú saman á botni riðilsins.

Eina mark leiksins kom á 56. mínútu og var það sjálfsmark frá Chris Baird. Lettar voru með þrjú stig í neðsta sæti riðilsins fyrir þennan leik en með sigrinum komust þeir uppfyrir Ísland og Liechtenstein sem hafa fjögur stig hvor þjóð.

Norður-Írar hefðu getað komist í nítján stig í riðlinum. Svíar eru nú í efsta sæti með átján stig en þeir mæta Dönum í leik sem er að hefjast þegar þessi orð eru skrifuð. Norður-Írland er með sextán stig, Spánn fimmtán og Danmörk tíu.

Undankeppni EM - F riðill

Lettland - Norður Írland 1-0

Svíþjóð - Danmörk hefst kl. 18:30 (Beint á Sýn)

Ísland - Spánn hefst kl. 20:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×