Fótbolti

Hughes verður ekki með gegn Íslandi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Aaron Hughes, fyrirliði Norður-Írlands, verður ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn. Hughes á við ökklameiðsli að stríða og þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Norður-Íra sem mætir Lettlandi í dag.

Vonast hafði verið eftir að hann gæti spilað með í leiknum gegn Íslandi en hann mun ekki ferðast til Reykjavíkur. Hann mun vera hjá Fulham, félagsliði sínu, og vinna í meiðslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×