Enski boltinn

Öruggur sigur Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen fagnar marki sínu.
Michael Owen fagnar marki sínu.

Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards.

Wright-Phillips skoraði eina mark fyrri hálfleiks en snemma í þeim síðari bætti Owen við marki eftir sendingu frá Gareth Barry. Síðasta markið kom einnig eftir sendingu frá Barry, nú eftir hornspyrnu en Richards skallaði knöttinn í netið.

Enska liðið virkaði mjög sannfærandi í leiknum en það mætir Rússlandi á miðvikudag. Rússar unnu Makedóníumenn 3-0 í dag.

Staðan í riðlinum er þannig að Rússland er í efsta sætinu með átján stig en Króatía, Ísrael og England eru öll með sautján stig. Króatía getur náð efsta sætinu í kvöld með sigri á Eistlandi.

Undankeppni EM - E riðill

England - Ísrael 3-0

Rússland - Makedónía 3-0

Króatía - Eistland hefst kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×