Fótbolti

Aragones hefur ekki áhyggjur af kuldanum

Luis Aragones
Luis Aragones Mynd/Valli

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af kuldanum þegar hans menn mæta Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld. Hann segir vindinn frekar geta orðið til vandræða.

"Það hentar okkur frekar illa að spila í roki, en við erum búnir að reikna með því að það gæti orðið hvasst á meðan leiknum stendur. Við höfum hinsvegar ekki áhyggjur af kuldanum - hann getum við hlaupið af okkur," sagði Aragones í samtali við spænska fjölmiðla síðdegis.

"Við eigum að vera betra lið á pappírunum en það hefur ekkert að segja í leiknum. Við þurfum nauðsynlega á stigunum að halda í þessum leik og aðstæðurnar geta ekki verið mikið verri en þær voru í fyrri leiknum," sagði Aragones.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×