Íslenski boltinn

Jafntefli í Slóvakíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson.

Íslenska U21landsliðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Slóvakíu en leikið var ytra. Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu en Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, skoraði það síðara og jafnaði í 2-2.

Þetta var leikur í undanriðli fyrir Evrópumót U21 landsliða en þetta var annar leikur íslenska liðsins.

Áður hafði það tapað 0-1 fyrir Kýpur á Grindavíkurvelli. Auk fyrrgreindra liða eru Austurríki og Belgía í riðlinum. Næsti leikur Íslands verður á Akranesvelli á þriðjudag klukkan 17:30 en þá verður leikið gegn Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×