Enski boltinn

Owen mun gera gæfumuninn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá æfingu enska landsliðsins.
Frá æfingu enska landsliðsins.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að Michael Owen muni tryggja honum mörk til sigurs gegn Ísrael í dag. England tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins en leikið verður á Wembley.

Owen er kominn til baka eftir meiðsli sem voru að hrjá hann í átján mánuði. Hann hefur skorað tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Hann hefur oft staðið sig vel í leikjum fyrir landslið sitt og er McClaren sannfærður um að það verði upp á teningnum í dag.

„Michael virðist ákveðnari með hverjum degi. Hann er þekktur fyrir að færa okkur mörk á mikilvægum augnablikum. Það hefur gerst svo oft að hann virðist ekkert vera líklegur til að skora en svo eins og þruma úr heiðskýru lofti kemur markið frá honum," sagði McClaren.

Leikur Englands og Ísrael verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×