Enski boltinn

Ballack í skiptum fyrir Adriano?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adriano og Ballack kljást í Álfukeppninni 2005.
Adriano og Ballack kljást í Álfukeppninni 2005.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti.

Jose Mourinho skoðar þessa hugmynd víst alvarlega enda líklegt að hann muni missa Didier Drogba í janúar en þá mun leikmaðurinn leika á Afrúkumóti landsliða.

Talið er hugsanlegt að leikmennir fari á láni í sex mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×