Handbolti

Stjarnan komin áfram

Björgvin Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna í leik dagsins.
Björgvin Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna í leik dagsins.

Bikarmeistararnir í Stjörnunni eru komnir áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Þeir lögðu lið TENAX Debele frá Lettlandi með samtals þrettán marka mun úr tveimur leikjum.

Stjarnan vann leikinn í dag 30-27 eftir að hafa unnið með tíu marka mun í gær. Ólafur Viðir Ólafsson var markahæstur í lið Stjörnunnar en hann skoraði sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×