Fleiri fréttir

Finnsk skytta til Fram

Íslands- og deildarmeistarar Fram hafa samið við finnsku skyttuna Madeleine Lindholm. Hún kemur til Fram frá Sjundeå í heimalandinu.

„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“

Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt.

„Þessi fótbolti drepur mig að innan“

„Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina.

„Ósköp fátt sem stoppar hana“

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

„Hvernig brýtur maður hnéskel?“

Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu.

Meiðsli Gísla „ekki of alvarleg“

Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist í hné í leik með meisturum Magdeburgar gegn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handbolta á sunnudaginn.

„Þetta er líkamsárás“

Óskiljanlegt er að Roberta Stropé hafi sloppið við rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur í leik HK og Selfoss í 1. umferð Olís-deildar kvenna. Þetta var mat sérfræðinga Seinni bylgjunnar.

Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis

Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum.

Kross 2. um­ferðar: Svín flugu í Skógarseli

Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu

Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans.

Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári.

Segist ekki vera að spara sig fyrir HM

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

Kahn: Erum ekki að leita að nýjum þjálfara

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir framtíð Julians Nagelsmann í þjálfarastöðu karlaliðs félagsins vera örugga. Gengi liðsins hefur verið undir pari í upphafi tímabils.

Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum.

Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar

Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það.

For­maður KR svarar fyrir sig: Endur­speglast í slæmu gengi liðsins

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem stjórn KR hefur fengið á undanförnum sólarhring eftir tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Páll kennir skort á sjálfboðaliðum um það sem misfórst þegar leikmaður KR varð fyrir meiðslum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Siggi Höskulds um 9-0 tapið í Víkinni: Þrusu gott fyrir okkur

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, telur að 9-0 skellurinn sem liðið fékk á móti Víkingi í Bestu-deildinni þann 7. september hafi verið góður fyrir Leikni, þar sem liðið sótti sex stig af sex mögulegum í næstu tveimur leikjum þar á eftir.

Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk

Íslandsmeistarar Fram hafa sótt liðsstyrk í Tamara Joicevic, svartfellskri vinstri skyttu, sem mun leika með liðinu í komandi átökum í Olís-deild kvenna í vetur.

Hlín lék í sigri á Umeå

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi

Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli.

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Sjá næstu 50 fréttir