Fótbolti

Missir af HM vegna lyfjamisferlis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keita Baldé í leik með Senegal á HM 2018. Hann spilar ekki á HM í Katar sem hefst í nóvember.
Keita Baldé í leik með Senegal á HM 2018. Hann spilar ekki á HM í Katar sem hefst í nóvember. getty/Michael Steele

Keita Baldé, lykilmaður í senegalska fótboltalandsliðinu, missir af HM í Katar vegna lyfjamisferlis.

Baldé fór í lyfjapróf eftir 5-1 tap Cagliari fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í apríl. Hann fékk neikvæða niðurstöðu út úr prófinu en þótti samt hafa gerst brotlegur við lyfjareglur og hefur verið dæmdur í bann af ítalska lyfjaeftirlitinu.

Baldé verður í banni til 5. desember sem þýðir að hann missir af heimsmeistaramótinu í Katar. Þar eru Afríkumeistarar Senegals í riðli með heimaliði Katar, Hollandi og Ekvador. Fyrsti leikur Senegala er gegn Hollendingum 21. nóvember.

Hinn 26 ára Baldé var seldur til Spartak Moskvu í sumar. Hann hefur leikið einn leik fyrir liðið og nokkrir mánuðir eru þar til hann getur bætt fleirum við.

Baldé, sem er fæddur á Spáni, hefur leikið fjörutíu leiki fyrir landslið Senegals og skorað sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×