Handbolti

Finnsk skytta til Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Madeleine Lindholm er væntanleg til landsins á næstu dögum.
Madeleine Lindholm er væntanleg til landsins á næstu dögum. fram

Íslands- og deildarmeistarar Fram hafa samið við finnsku skyttuna Madeleine Lindholm. Hún kemur til Fram frá Sjundeå í heimalandinu.

Madeleine er örvhent og er ætlað að fylla skarðið sem Hildur Þorgeirsdóttir skildi eftir sig. Hún lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Hin 27 ára Madeleine er önnur skyttan sem Fram fær til sín í vikunni. Í gær tilkynnti félagið að það hefði samið við svartfellsku skyttuna Tamöru Joicevic.

Madeleine hefur leikið með Sjundeå, sem er í nágrenni Helsinki, frá 2011, alls 268 leiki og skorað 1438 mörk.

Miðað við byrjunina á tímabilinu veitir Fram ekki af liðsstyrk. Liðið tapaði fyrir Val, 19-23, í Meistarakeppni HSÍ og laut svo í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 26-20, í 1. umferð Olís-deildarinnar í síðustu viku. Næsti leikur Fram er gegn HK í Úlfarsárdal á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×