Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 22:29 Mikill styr hefur staðið um Magnus Carlsen síðustu daga. Athæfi hans í dag dregur ekki úr því. Dean Mouhtaropoulos/Getty Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. Mikið hefur verið fjallað um heimsmeistarann margfalda eftir að hann hætti keppni á Sinquefield skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl Hans Niemann sem batt enda á fimmtíu og þriggja skáka sigurgöngu Carlsen. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Niemann hafi notað fjarstýrt hjálpartæki ástarlífsins í afturenda sínum til að svindla. Niemann hefur svarið af sér allar ásakanir um svindl og segist fyrir tilviljun hafa lært óvenjulega opnun Carlsens rétt áður en skák þeirra hófst. Snögg viðbrögð hans við óvenjulegri opnun Carlsens hafa ýtt undir getgátur um svindl. Í dag mættust þeir Carlsen og Niemann á Julius Baer Generation Cup sem haldið er í gegnum fjarfundabúnað. Til mikillar furðu lýsenda mótsins á skákvefnum Chess24.com hætti Carlsen keppni eftir að hafa aðeins leikið tvo leiki á móti einum leik Niemanns. Hann fór einfaldlega út úr myndsímtali á Teams án þess að segja nokkurt orð. Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan: Another shocker as @MagnusCarlsen simply resigns on move 2 vs. @HansMokeNiemann! https://t.co/2fpx8lplTI#ChessChamps #JuliusBaerGenerationCup pic.twitter.com/5PO7kdZFOZ— chess24.com (@chess24com) September 19, 2022 Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um heimsmeistarann margfalda eftir að hann hætti keppni á Sinquefield skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl Hans Niemann sem batt enda á fimmtíu og þriggja skáka sigurgöngu Carlsen. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Niemann hafi notað fjarstýrt hjálpartæki ástarlífsins í afturenda sínum til að svindla. Niemann hefur svarið af sér allar ásakanir um svindl og segist fyrir tilviljun hafa lært óvenjulega opnun Carlsens rétt áður en skák þeirra hófst. Snögg viðbrögð hans við óvenjulegri opnun Carlsens hafa ýtt undir getgátur um svindl. Í dag mættust þeir Carlsen og Niemann á Julius Baer Generation Cup sem haldið er í gegnum fjarfundabúnað. Til mikillar furðu lýsenda mótsins á skákvefnum Chess24.com hætti Carlsen keppni eftir að hafa aðeins leikið tvo leiki á móti einum leik Niemanns. Hann fór einfaldlega út úr myndsímtali á Teams án þess að segja nokkurt orð. Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan: Another shocker as @MagnusCarlsen simply resigns on move 2 vs. @HansMokeNiemann! https://t.co/2fpx8lplTI#ChessChamps #JuliusBaerGenerationCup pic.twitter.com/5PO7kdZFOZ— chess24.com (@chess24com) September 19, 2022
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01
Hrókeringar í málinu sem skekur skákheiminn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari í skák, taldi brögð vera í tafli er hann tapaði fyrir Hans Niemann á Sinquefield-ofurmótinu svokallaða á dögunum. Carlsen hætti keppni, og gaf þannig frá sér möguleikann á að vinna fúlgur fjár ásamt því að gefa til kynna að Niemann hefði unnið á óheiðarlegan hátt. Nú hefur Niemann svarað fyrir sig. 8. september 2022 13:00