Fleiri fréttir

Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta

Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær.

Fram og Grótta með sigra í Lengjudeildinni

Fram og Grótta unnu góða sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Framarar unnu 2-0 heimasigur gegn tíu leikmönnum Fjölnis og Grótta vann 2-1 þegar að Selfyssingar kíktu í heimsókn.

Manchester City staðfestir komu Grealish

Manchester City hefur staðfest komu Jack Grealish frá Aston Villa. Þessi 25 ára Englendingur er því orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Messi á förum frá Barcelona

Þau risastóru tíðindi voru að berast að Lionel Messi mun ekki skrifa undir nýjan samning við spænska félagið Barcelona. Messi varð samningslaus þann 30. júní síðastliðinn, og nú fyrr í dag sigldu samningaviðræður hans við Barcelona í strand.

Jack Grealish búinn í læknisskoðun hjá City

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Jack Grealish lokið við læknisskoðun hjá Manchester City. Það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Danir í úrslit og geta varið Ólympíugullið

Danir eru komnir í úrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum eftir sigur á Spánverjum, 23-27. Danska liðið á því möguleika á að verja Ólympíutitilinn sem það vann undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016.

Anna Björk til Inter

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Inter á Ítalíu. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið.

„Afi, við náðum þessu“

Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér Ólympíugull í kúluvarpi karla með því að setja nýtta Ólympíumet. Hann fagnaði gullinu sínu líka með sérstökum hætti.

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Dagskráin í dag: Skotar heimsækja Blika, nóg af golfi og NFL

Breiðablik mætir Aberdeen í fyrri leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Nóg er um að vera í golfinu og þá er stórleikur er undirbúningstímabilið í NFL-deildinni fer af stað.

Bandarískt fjármálafyrirtæki á að koma La Liga til bjargar

Forráðamenn La Liga, efstu deildar karla í fótbolta á Spáni, hafa samið við bandaríska fjármálafyrirtækið CVC Capital Partners um sölu á 10% hlut í deildinni fyrir 3 milljarða bandaríkjadala. Félögin í deildinni eiga eftir að gefa grænt ljós á söluna.

Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum

Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur.

Sendu formlega kvörtun vegna gyðingahaturs í garð formannsins

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur sent formlega kvörtun útvarpsrásarinnar Talksport vegna ummæla manns sem hringdi inn í þátt á rásinni í gær. Sá sem hringdi inn beindi ummælum sínum að Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú

Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark Vals í leiknum mikilvæga gegn KR í kvöld en hann er nýlega byrjaður að spila með liðinu eftir erfið meiðsli. Hann var að vonum sáttur í leikslok.

Sjá næstu 50 fréttir