Keppa í Kaupmannahöfn einu og hálfu ári eftir að mótið átti að fara fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 17:02 Íslenski hópurinn hefur þurft að bíða mjög lengi eftir þessu móti. Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Ísland á fulltrúa á Norðurlandamótinu í grjótglímu í Kaupmannahöfn en það er óhætt að segja að keppendur okkar hafi þurft að bíða lengi eftir þessu móti. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA. Klifur Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA.
Klifur Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira