Sport

Þorvaldur: Þetta eru duglegir strákar þótt þeir hafi ekki alltaf sýnt það

Andri Már Eggertsson skrifar
Þorvaldur var afar kátur með sína menn í kvöld
Þorvaldur var afar kátur með sína menn í kvöld Vísir/Hulda Margrét

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var afar ánægður í leiks lok eftir að hans menn komust aftur á sigurbraut.

„Þetta var góður leikur hjá drengjunum í kvöld. Þeir voru duglegir, sendu boltann vel og sköpuðu fullt af færum."

„Ég var ángæður með einbeitinguna, við vorum miklu betri heldur en við höfum verið undanfarið og er ég mjög ánægður með liðið í heild sinni," sagði Þorvaldur eftir leik.

Stjarnan spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik, þeir gerðu þrjú mörk og voru úrslit leiksins nokkurn veginn ráðinn þegar haldið var til hálfleiks.

„Hlutirnir voru að ganga vel og þá kemur inn getu stigið á liðunum sem sýndi sig í kvöld. Dugnaðurinn var með okkur, þetta eru duglegir strákar hjá mér þó þeir hafa ekki alltaf sýnt það."

Seinni hálfleikur var talsvert rólegri heldur en sá fyrri og var ekkert óeðlilegt við það enda örlög leiksins ráðin. 

„ÍA breytti um leikkerfi þar sem þeir freistuðu þess að sækja á fleiri mönnum. Við róuðum því leikinn niður sem var eðlilegt miðað við stöðu leiksins."

Eggert Aron Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar í deildinni og var Þorvaldur afar kátur með hans framlag.

„Eggert hefur staðið sig virkilega vel, hann hefur þróað sinn leik betur og betur, síðan fær maður alltaf meiri athygli þegar maður skorar," sagði Þorvaldur að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.