Warner fór yfir níu þúsund stigin í metþraut og Thiam vann aftur gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 13:11 Damian Warner helti vatni yfir sig eftir síðustu þrautina þegar Ólympíugullið og Ólympíumetið var í höfn. AP/Francisco Seco Kanadamaðurinn Damian Warner varð Ólympíumeistari í tugþraut og Nafissatou Thiam frá Belgíu vann sjöþrautina þegar þrautirnar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó kláruðust í dag. Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira