Justin hjá Morning Chalk Up: Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir brosir í viðtali á heimsleikunum í CrossFit. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Justin LoFranco, hæstráðandi hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up, fer lofsamlegum orðum um bronskonuna Anníe Mist Þórisdóttir eftir frammistöðu hennar á heimsleikunum um helgina. „Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo) CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
„Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo)
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira