Sport

Dagskráin í dag: Skotar heimsækja Blika, nóg af golfi og NFL

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hvað gera Blikar gegn sterku liði Aberdeen í kvöld?
Hvað gera Blikar gegn sterku liði Aberdeen í kvöld? Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik mætir Aberdeen í fyrri leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Nóg er um að vera í golfinu og þá er stórleikur er undirbúningstímabilið í NFL-deildinni fer af stað.

Fótbolti

Breiðablik vann frækinn 3-2 sigur á Austria Vín í tveimur leikjum liðsins í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og er nú komið í þriðju umferð keppninnar. Skoska liðið Aberdeen heimsækir Breiðablik í fyrri leik liðanna í kvöld og hefst hann klukkan 19:00 á Laugardalsvelli.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport frá 18:45.

Golf

Fjögur mót hefjast í golfinu víðsvegar um heiminn í dag. LET-túrinn, Evrópumótaröð kvenna, er fyrst á dagskrá en bein útsending frá Aramco-liðakeppninni á Sotogrande á Spáni hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 eSport.

Karlarnir á Evróputúrnum eru einnig í eldlínunni og keppa á Hero Open í Lundúnum á Englandi og hefst bein útsending frá því móti klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 4.

PGA-túrinn vestanhafs er á sínum stað og hefst bein útsending frá FedEx St. Jude-meistaramótinu klukkan 14:00 á Stöð 2 eSport. Keppni heldur þar áfram á Stöð 2 Golf klukkan 16:00.

NFL

Komið er að fyrstu beinu útsendingunni frá NFL þennan veturinn er Pittsburgh Steelers og Dallas Cowboys mætast í hinum árlega Frægðarhallarleik sem er hluti af undirbúningstímabilinu. Bein útsending frá leiknum hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×