Sport

Sagði frammistöðu bandarísku boðhlaupssveitarinnar vandræðalega lélega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trayvon Bromell og félagar í bandarísku boðhlaupssveitinni náðu sér ekki á strik í dag.
Trayvon Bromell og félagar í bandarísku boðhlaupssveitinni náðu sér ekki á strik í dag. getty/Matthias Hangst

Bandaríkin komust ekki í úrslit í 4x100 boðhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ólympíugoðsögnin Carl Lewis sagði frammistöðu bandarísku sveitarinnar vandræðalega lélega.

Trayvon Bromell, Fred Kerley, Ronnie Baker og Cravon Gillespie skipuðu boðhlaupssveit Bandaríkjanna sem hljóp á 38,10 sekúndum í undanrásunum.

Það dugði aðeins í 6. sætið í riðlinum og Bandaríkin því afar óvænt úr leik í boðhlaupskeppninni.

Lewis, sem vann níu gullverðlaun á Ólympíuleikunum á sínum tíma, var ekki skemmt og lét bandaríska liðið heyra það.

„Bandaríska liðið gerði allt rangt. Skiptikerfið var rangt, þeir hlupu vitlausa hluta og það var augljós skortur á leiðtogahæfni,“ sagði Lewis.

„Þetta er vandræðalegt og algjörlega óboðlegt fyrir bandaríska liðið að líta verr út en krakkalið.“

Kína vann riðilinn sem Bandaríkin voru í og Kanada og Ítalía komu þar á eftir.

Bandaríkin unnu 4x100 metra boðhlaupið á HM fyrir tveimur árum en hafa ekki unnið gull í greininni á Ólympíuleikum síðan í Sydney 2000.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.