Yngsti verðlaunahafi Breta á ÓL heppin að vera á lífi eftir brettaslys í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 10:00 Sky Brown með bronsmedalíuna sína. getty/Jean Catuffe Sky Brown sem varð yngsti verðlaunahafi Bretlands á Ólympíuleikunum í gær var hætt komin eftir slys sem hún lenti í á síðasta ári. Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira