Golf

Hlynur jafnaði vallarmetið á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bergsson var að spila frábærlega í dag.
Hlynur Bergsson var að spila frábærlega í dag. GSÍmyndir/Seth

Hlynur Bergsson, kylfingur úr GKG, byrjaði Íslandsmótið í golfi frábærlega en fyrsti dagur mótsins er í dag.

Hlynur jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli með því að spila fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hlynur fékk sex fugla og einn skolla á par fjögur holu. Hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum.

Hlynur deilir nú metinu með Sigurði Arnari Garðarssyni úr GKG, sem lék á sama skori á PRO/Am mótinu síðastliðinn þriðjudag.

Hlynur er með þriggja högga forskot á þá sem hafa klárað fyrsta hringinn en Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili léku allir á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Hlynur er ungur og efnilegur kylfingur en er 22 ára og verður ekki 23 ára fyrr en í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×