Fleiri fréttir Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26 Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21 Afþakkaði fund með Naomi Campbell Breska hnefaleikaundrið Amir Khan vakti athygli í heimalandi sínu á dögunum þegar hann afþakkaði tækifæri til að hitta ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Khan er nú að undirbúa sig fyrir erfiðasta bardaga sinn á ferlinum til þessa og afþakkaði því að sitja fyrir á síðum Vogue til að einbeita sér að þjálfuninni. 14.9.2007 10:16 Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02 Houllier ráðinn tæknistjóri Frakka Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier hefur verið ráðinn tæknistjóri franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta segja franskir fjölmiðlar í dag. Houllier hætti hjá meisturum Lyon í lok síðasta tímabils eftir að hafa leitt liðið til sjötta meistaratitilsins í röð. Hann var áður tæknistjóri hjá landsliðinu á árunum 1989 til 1998. 14.9.2007 09:29 Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22 Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18 Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09 Greg Oden úr leik hjá Portland NBA lið Portland Trailblazers varð fyrir gríðarlegu áfalli í dag þegar í ljós kom að nýliði liðsins Greg Oden þarf að fara í stóran hnéuppskurð og spilar því líklega ekkert með liðinu í vetur. Oden var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og bundu forráðamenn Portland miklar vonir við piltinn. 13.9.2007 22:41 Margrét Lára: Mættum óhræddar Margrét Lára Viðarsdóttir setti í kvöld nýtt markamet í efstu deild kvenna. Þegar ein umferð er eftir hefur hún skorað 35 mörk. Fyrra metið á hún sjálf og er frá því í fyrra þegar hún skoraði 33 mörk. Hún skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Vals á KR í Vesturbæ. 13.9.2007 22:30 Rússland og Spánn í undanúrslit Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta fóru fram í kvöld. Rússar eru komnir í undanúrslit á stórmóti í fyrsta sinn í tíu ár eftir sigur á Frakklandi. Þá komust heimamenn í Spáni áfram í undanúrslit með sigri á Þýskalandi. 13.9.2007 22:00 Fram vann Hauka Handboltatímabilið hér á landi fór af stað af alvöru í kvöld. Þá fóru fram þrír fyrstu leikirnir í N1-deild kvenna. Athyglisverðustu úrslit kvöldsins urðu klárlega í Safamýri þar sem Fram vann Hauka 28-26. 13.9.2007 21:39 Mancini launahæstur þjálfara á Ítalíu Roberto Mancini hjá Inter er sá þjálfari í ítölsku deildinni sem fær hæstu launin. Er hann til að mynda með þrefalt hærri laun en Claudio Ranieri, þjálfari Juventus. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, fær næstbest borgað af þjálfurum á Ítalíu. 13.9.2007 21:30 Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00 Þunnskipuð vörn Inter Roberto Mancini, þjálfari Inter, er í vandræðum fyrir leik liðsins gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbache á miðvikudag. Um er að ræða fyrsta leik Inter í Meistaradeildinni en varnarlína liðsins er ansi þunnskipuð fyrir leikinn. 13.9.2007 20:30 Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00 Kvennalið ÍR fallið Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. 13.9.2007 19:30 Titillinn á leið á Hlíðarenda Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007. 13.9.2007 19:00 Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25 Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10 McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. 13.9.2007 17:58 Valur yfir í hálfleik Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. 13.9.2007 17:49 Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35 Staðan 1-1 í Vesturbænum Staðan í toppslag KR og Vals í Landsbankadeild kvenna er 1-1 nú þegar 25 mínútur eru liðnar af leiknum. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir en Katrín Jónsdóttir jafnaði fyrir Val. Þrír leikir hefjast klukkan 17:30. 13.9.2007 17:23 Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44 Brasilíumenn leita að eftirmanni Ronaldo Brasilíska landsliðið í knattspyrnu var ekki í vandræðum með að skora á æfingaferð sinni um Bandaríkin þar sem liðið skoraði sjö mörk í tveimur leikjum. Það er þó ljóst að eftirmaður Ronaldo er enn ekki fundinn. 13.9.2007 16:23 Fallegt sjálfsmark Sænska landsliðið í knattspyrnu fylgdist að sjálfssögðu vel með gangi mála í leik Íslands og Norður-Írlands í gær og kunna frændur okkar Svíar okkur bestu þakkir fyrir sigurinn. "Aftur getum við þakkað Íslendingum fyrir hagstæð úrslit," sagði Christina Wilhelmsson, landsliðsmaður Svía í samtali við fjölmiðla í heimalandinu. 13.9.2007 16:11 Healy jafnaði met á Laugardalsvelli Markahrókurinn David Healy hjá norður-írska landsliðinu jafnaði met í gær þegar hann skoraði sitt 12. mark í undankeppni EM úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum. Aðeins einn maður hefur áður náð að skora 12 mörk í undankeppni EM og Healy hefur nú þrjá leiki til að slá metið. 13.9.2007 15:50 Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44 Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38 Norður-Írar flugust á í flugvélinni á leið frá Íslandi Svo virðist sem tapið gegn Íslendingum í gær hafi farið illa í leikmenn norður-írska landsliðsins, en tveir þeirra flugust hatrammlega á í flugvélinni á leið frá Íslandi í gærkvöld. Félagar þeirra náðu að skakka leikinn en atvikið kom upp áður en flugvélin tók á loft frá Keflavík. 13.9.2007 13:13 Federer mætir Sampras í nóvember Tveir af sigursælustu tennisleikurum sögunnar munu leiða saman hesta sína í nóvember þegar Roger Federer mætir Pete Sampras í sérstökum sýningarleik í Malasíu. Federer gerir harða atlögu að meti Sampras, sem vann á sínum tíma 14 risatitla í tennis. Sampras hefur ekki spilað síðan hann vann opna bandaríska meistamótið árið 2002. 13.9.2007 12:33 Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17 Aragones fær að kenna á því Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það óþvegið enn eina ferðina frá spænskum fjölmiðlum í dag eftir að hans menn þóttu ekki sérlega sannfærandi í 2-0 sigri á Lettum. Aragones talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn og það gerði ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn. 13.9.2007 12:05 Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01 Fyrsti sigur Brasilíu á Mexíkó í þrjú ár Brasilíumenn unnu í nótt langþráðan sigur á Mexíkóum 3-1 þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum. Tvö mörk á síðustu tíu mínútunum tryggðu Brössum sigurinn eftir að liðið hafði lent undir í leiknum. 13.9.2007 09:45 McLeish: Eitt besta kvöldið á knattspyrnuferlinum Alex McLeish, þjálfari Skota, segist afar stoltur af frammistöðu sinna manna í París í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka 1-0 í undankeppni Evrópumótsins. Skotar eru nú öllum að óvörum í efsta sæti B-riðilsins og eiga góða möguleika á að slá Frökkum og Ítölum við. 13.9.2007 09:35 Worthington: Við verðum að vera jákvæðir Nigel Worthington neitar að leggja árar í bát þó hans menn Norður-Írar hafi tapað öðrum leiknum í röð í undankeppni EM í gær þegar liðið lá 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum. Sjálfsmark Keith Gillespie réði þar úrslitum í blálokin. 13.9.2007 09:29 McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23 Scolari á hálum ís Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal í knattspyrnu, gæti átt fyir höfði sér refsingu eftir að hann lenti í rimmu við einn af leikmönnum Serba á landsleik þjóðanna í gærkvöld. Portúgalar þurftu að gera sér að góðu 1-1 jafntefli. Scolari er sakaður um að hafa kýlt til Ivica Dragutionvic í serbneska liðinu á hliðarlínunni og gæti átt fyir höfði sér leikbann og/eða sekt. 13.9.2007 09:19 Guðjón Valur með sex mörk í sigri Gummersbach Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra Gummersbach lagði Wilhelmshavener 24-22 á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn. 13.9.2007 09:06 Sjö mörk Vignis dugðu skammt Fyrsta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kláraðist í gær. Vignir Svavarsson og félagar í Skjern steinlágu heima fyrir Kolding 33-24 þar sem Vignir var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk. 13.9.2007 08:56 Þýskaland komst áfram Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58. 13.9.2007 00:09 Tileinkum Ásgeiri sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslands á Norður-Írlandi í gær hafi verið tileinkaður Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Landsliðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær. 13.9.2007 00:01 G-riðill: Nistelrooy kom Hollandi til bjargar Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark Hollands gegn Albaníu í blálok leiksins. Allt stefndi í markalaust jafntefli í Albaníu þegar Nistelrooy tryggði gestunum sigurinn. Nokkrum mínútum áður hafði leikmaður Albaníu fengið rauða spjaldið. 12.9.2007 23:44 Sjá næstu 50 fréttir
Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26
Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21
Afþakkaði fund með Naomi Campbell Breska hnefaleikaundrið Amir Khan vakti athygli í heimalandi sínu á dögunum þegar hann afþakkaði tækifæri til að hitta ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Khan er nú að undirbúa sig fyrir erfiðasta bardaga sinn á ferlinum til þessa og afþakkaði því að sitja fyrir á síðum Vogue til að einbeita sér að þjálfuninni. 14.9.2007 10:16
Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02
Houllier ráðinn tæknistjóri Frakka Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier hefur verið ráðinn tæknistjóri franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta segja franskir fjölmiðlar í dag. Houllier hætti hjá meisturum Lyon í lok síðasta tímabils eftir að hafa leitt liðið til sjötta meistaratitilsins í röð. Hann var áður tæknistjóri hjá landsliðinu á árunum 1989 til 1998. 14.9.2007 09:29
Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22
Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18
Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09
Greg Oden úr leik hjá Portland NBA lið Portland Trailblazers varð fyrir gríðarlegu áfalli í dag þegar í ljós kom að nýliði liðsins Greg Oden þarf að fara í stóran hnéuppskurð og spilar því líklega ekkert með liðinu í vetur. Oden var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og bundu forráðamenn Portland miklar vonir við piltinn. 13.9.2007 22:41
Margrét Lára: Mættum óhræddar Margrét Lára Viðarsdóttir setti í kvöld nýtt markamet í efstu deild kvenna. Þegar ein umferð er eftir hefur hún skorað 35 mörk. Fyrra metið á hún sjálf og er frá því í fyrra þegar hún skoraði 33 mörk. Hún skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Vals á KR í Vesturbæ. 13.9.2007 22:30
Rússland og Spánn í undanúrslit Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta fóru fram í kvöld. Rússar eru komnir í undanúrslit á stórmóti í fyrsta sinn í tíu ár eftir sigur á Frakklandi. Þá komust heimamenn í Spáni áfram í undanúrslit með sigri á Þýskalandi. 13.9.2007 22:00
Fram vann Hauka Handboltatímabilið hér á landi fór af stað af alvöru í kvöld. Þá fóru fram þrír fyrstu leikirnir í N1-deild kvenna. Athyglisverðustu úrslit kvöldsins urðu klárlega í Safamýri þar sem Fram vann Hauka 28-26. 13.9.2007 21:39
Mancini launahæstur þjálfara á Ítalíu Roberto Mancini hjá Inter er sá þjálfari í ítölsku deildinni sem fær hæstu launin. Er hann til að mynda með þrefalt hærri laun en Claudio Ranieri, þjálfari Juventus. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, fær næstbest borgað af þjálfurum á Ítalíu. 13.9.2007 21:30
Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00
Þunnskipuð vörn Inter Roberto Mancini, þjálfari Inter, er í vandræðum fyrir leik liðsins gegn tyrknesku meisturunum í Fenerbache á miðvikudag. Um er að ræða fyrsta leik Inter í Meistaradeildinni en varnarlína liðsins er ansi þunnskipuð fyrir leikinn. 13.9.2007 20:30
Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00
Kvennalið ÍR fallið Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar kvenna fór fram í kvöld. Ljóst er að það verður ÍR sem fellur aftur niður í 1. deild eftir árs veru í efstu deild. Breiðholtsstelpur léku gegn Þór/KA á Akureyri og vann heimaliðið öruggan 5-1 sigur. 13.9.2007 19:30
Titillinn á leið á Hlíðarenda Valsstúlkur eiga Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki vísan eftir að hafa unnið KR 4-2 á útivelli í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um titilinn og var hann fjörugur og skemmtilegur. Ein umferð er eftir af Landsbankadeild kvenna 2007. 13.9.2007 19:00
Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25
Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10
McLaren fær háa sekt FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. 13.9.2007 17:58
Valur yfir í hálfleik Valsstúlkur eru með forystuna á KR-vellinum en þar er hálfleikur. Staðan er 2-1 en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Valsliðinu yfir. Valsstúlkur hafa verið mun betri í leiknum en um er að ræða úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. 13.9.2007 17:49
Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35
Staðan 1-1 í Vesturbænum Staðan í toppslag KR og Vals í Landsbankadeild kvenna er 1-1 nú þegar 25 mínútur eru liðnar af leiknum. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir en Katrín Jónsdóttir jafnaði fyrir Val. Þrír leikir hefjast klukkan 17:30. 13.9.2007 17:23
Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44
Brasilíumenn leita að eftirmanni Ronaldo Brasilíska landsliðið í knattspyrnu var ekki í vandræðum með að skora á æfingaferð sinni um Bandaríkin þar sem liðið skoraði sjö mörk í tveimur leikjum. Það er þó ljóst að eftirmaður Ronaldo er enn ekki fundinn. 13.9.2007 16:23
Fallegt sjálfsmark Sænska landsliðið í knattspyrnu fylgdist að sjálfssögðu vel með gangi mála í leik Íslands og Norður-Írlands í gær og kunna frændur okkar Svíar okkur bestu þakkir fyrir sigurinn. "Aftur getum við þakkað Íslendingum fyrir hagstæð úrslit," sagði Christina Wilhelmsson, landsliðsmaður Svía í samtali við fjölmiðla í heimalandinu. 13.9.2007 16:11
Healy jafnaði met á Laugardalsvelli Markahrókurinn David Healy hjá norður-írska landsliðinu jafnaði met í gær þegar hann skoraði sitt 12. mark í undankeppni EM úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum. Aðeins einn maður hefur áður náð að skora 12 mörk í undankeppni EM og Healy hefur nú þrjá leiki til að slá metið. 13.9.2007 15:50
Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44
Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38
Norður-Írar flugust á í flugvélinni á leið frá Íslandi Svo virðist sem tapið gegn Íslendingum í gær hafi farið illa í leikmenn norður-írska landsliðsins, en tveir þeirra flugust hatrammlega á í flugvélinni á leið frá Íslandi í gærkvöld. Félagar þeirra náðu að skakka leikinn en atvikið kom upp áður en flugvélin tók á loft frá Keflavík. 13.9.2007 13:13
Federer mætir Sampras í nóvember Tveir af sigursælustu tennisleikurum sögunnar munu leiða saman hesta sína í nóvember þegar Roger Federer mætir Pete Sampras í sérstökum sýningarleik í Malasíu. Federer gerir harða atlögu að meti Sampras, sem vann á sínum tíma 14 risatitla í tennis. Sampras hefur ekki spilað síðan hann vann opna bandaríska meistamótið árið 2002. 13.9.2007 12:33
Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17
Aragones fær að kenna á því Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það óþvegið enn eina ferðina frá spænskum fjölmiðlum í dag eftir að hans menn þóttu ekki sérlega sannfærandi í 2-0 sigri á Lettum. Aragones talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn og það gerði ekkert annað en að skvetta olíu á eldinn. 13.9.2007 12:05
Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01
Fyrsti sigur Brasilíu á Mexíkó í þrjú ár Brasilíumenn unnu í nótt langþráðan sigur á Mexíkóum 3-1 þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum. Tvö mörk á síðustu tíu mínútunum tryggðu Brössum sigurinn eftir að liðið hafði lent undir í leiknum. 13.9.2007 09:45
McLeish: Eitt besta kvöldið á knattspyrnuferlinum Alex McLeish, þjálfari Skota, segist afar stoltur af frammistöðu sinna manna í París í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka 1-0 í undankeppni Evrópumótsins. Skotar eru nú öllum að óvörum í efsta sæti B-riðilsins og eiga góða möguleika á að slá Frökkum og Ítölum við. 13.9.2007 09:35
Worthington: Við verðum að vera jákvæðir Nigel Worthington neitar að leggja árar í bát þó hans menn Norður-Írar hafi tapað öðrum leiknum í röð í undankeppni EM í gær þegar liðið lá 2-1 fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum. Sjálfsmark Keith Gillespie réði þar úrslitum í blálokin. 13.9.2007 09:29
McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23
Scolari á hálum ís Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal í knattspyrnu, gæti átt fyir höfði sér refsingu eftir að hann lenti í rimmu við einn af leikmönnum Serba á landsleik þjóðanna í gærkvöld. Portúgalar þurftu að gera sér að góðu 1-1 jafntefli. Scolari er sakaður um að hafa kýlt til Ivica Dragutionvic í serbneska liðinu á hliðarlínunni og gæti átt fyir höfði sér leikbann og/eða sekt. 13.9.2007 09:19
Guðjón Valur með sex mörk í sigri Gummersbach Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk og Róbert Gunnarsson 4 þegar lið þeirra Gummersbach lagði Wilhelmshavener 24-22 á útivelli. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn. 13.9.2007 09:06
Sjö mörk Vignis dugðu skammt Fyrsta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kláraðist í gær. Vignir Svavarsson og félagar í Skjern steinlágu heima fyrir Kolding 33-24 þar sem Vignir var markahæstur í liði heimamanna með 7 mörk. 13.9.2007 08:56
Þýskaland komst áfram Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58. 13.9.2007 00:09
Tileinkum Ásgeiri sigurinn Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslands á Norður-Írlandi í gær hafi verið tileinkaður Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Landsliðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær. 13.9.2007 00:01
G-riðill: Nistelrooy kom Hollandi til bjargar Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark Hollands gegn Albaníu í blálok leiksins. Allt stefndi í markalaust jafntefli í Albaníu þegar Nistelrooy tryggði gestunum sigurinn. Nokkrum mínútum áður hafði leikmaður Albaníu fengið rauða spjaldið. 12.9.2007 23:44