Fleiri fréttir

A-riðill: Aftur fékk Portúgal mark á sig í lokin

Portúgal náði ekki að nýta sér markalaust jafntefli Finna og Pólverja. Liðið hefði getað komist í annað sæti A-riðils með sigri á heimavelli gegn Serbíu. Gestirnir jöfnuðu hinsvegar á 86. mínútu.

E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands

Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu.

Ragnar: Ljótur en sætur sigur

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að sigurinn hafi kannski ekki verið fallegur en þó mjög sætur. „Ég held að það sé hægt að segja að þetta hafi verið ljótur sigur," sagði Ragnar við Vísi eftir leikinn.

Ármann Smári: Furðuleg tilfinning

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði íslenska landsliðsins frá síðasta leik. Hinn stóri og stæðilegi Ármann Smári Björnsson kom inn í sóknina við hlið Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Ísland vann Norður-Írland

Ísland vann glæsilegan 2-1 sigur gegn Norður-Írlandi. Ármann Smári kom Íslandi yfir en gestirnir jöfnuðu. Sigurmarkið kom síðan á 89. mínútu en það var sjálfsmark gestana.

Ármann Smári inn fyrir Jóhannes

Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írlandi nú klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu, Ármann Smári Björnsson kemur inn fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni.

Vopnahlé hjá KSÍ og SÍ

Knattspyrnusamband Íslands og Samtök Íþróttafréttamanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna aðstöðu íþróttaafréttamanna á Laugardalsvelli. Í yfirlýsingunni harmar KSÍ þá aðstöðu sem fréttamönnum var boðið upp á í landsleiknum gegn Spánverjum um helgina.

Erfitt að segja hvaða íslenska liði við mætum

Norður-Írski landsliðsmaðurinn Keith Gillespie segir sína menn ekki vita hverju þeir eiga von á þegar þeir kljást við Íslendinga í undankeppni EM á regnblautum Laugardalsvellinum í kvöld.

Ronaldo verður klár eftir þrjár vikur

Jose Luis Runco, læknir brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Ronaldo hjá AC Milan ætti að vera orðinn leikfær eftir þrjár vikur. Ronaldo er meiddur á læri en ítalskir fjölmiðlar óttuðust að læknirinn notaði ólögleg lyf til að koma leikmanninum á stað á ný. Runco vísar því alfarið á bug.

Micah Richards hefur ekki snert á lóðum

Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City er engin smásmíði þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann segist aldrei hafa snert lyftingalóð á ævi sinni fyrr en hann byrjaði að æfa með City en er samt með skrokk sem myndi sóma sér á hvaða hnefaleikara sem er.

Svíar hafa trú á íslenska liðinu

Sænskir knattspyrnuáhugamenn virðast hafa ágæta trú á að íslenska landsliðið standi sig vel gegn Norður-Írum á Laugardalsvellinum í kvöld. Í könnun sem Aftonbladet birti á síðu sinni í dag kemur í ljós að rúmlega þrír af hverjum fjórum svarendum hafa trú á að íslenska liðið nái að minnsta kosti jafntefli. Um 2500 manns tóku þátt í könnuninni.

Emil lofar Svíum að stela stigum af Norður-Írum

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur lofað Svíum að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að íslenska landsliðið steli stigum af Norður-Írum í undankeppni EM í kvöld og hjálpi þar með Svíum í toppbaráttu riðilsins.

Aurelio spilaði með varaliði Liverpool

Varnarmaðurinn Fabio Aurelio hjá Liverpool er nú óðum að ná heilsu eftir að hafa slitið hásin í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Aurelio spilaði með varaliði Liverpool í 2-1 sigri þess á Crewe í gær og talið er að hann gæti komið við sögu með aðalliðinu í kring um 20. september.

Fyrirgefðu Fergie

43 ára gamall Englendingur, Kevin Reynolds, hefur viðurkennt að hafa kýlt Sir Alex Ferguson í klofið og að hafa skallað lögregluþjón fyrir utan Euston-lestarstöðina í London á mánudagskvöldið. "Fyrirgefðu Fergie, ég vissi ekki að þetta værir þú," sagði sá drukkni fyrir rétti í Lundúnum í dag.

Bent klár í að mæta erkifjendunum

Framherjinn Darren Bent hjá Tottenham hefur nú náð heilsu á ný eftir að lærmeiðsli kostuðu hann sæti í enska landsliðinu. Bent skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham gegn Derby en hefur verið meiddur síðan. Hann vill gjarnan stimpla sig inn á ný í grannaslagnum gegn Arsenal á laugardaginn.

Ricky Martin í uppáhaldi hjá Ronaldo

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi latneska hjartaknúsarans Ricky Martin. Hann segist einnig vera mikið fyrir að syngja og ætlar að taka lagið með systur sinni á plötu sem hún gefur út bráðlega.

Abramovich greiðir Rússum ekki bónusa

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem hann neitar fréttaflutningi á Englandi í morgun þar sem því var haldið fram að hann hefði lofað rússnesku landsliðsmönnunum ríkulegum bónusum ef þeir næðu að leggja Englendinga í kvöld.

Veikindi í íslenska landsliðinu

Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vinna nú baki brotnu við að koma leikmönnum í stand fyrir leikinn gegn Norður-Írum í kvöld, en magakveisa og hiti hefur gert vart við sig hjá nokkrum leikmönnum í dag. Byrjunarlið Eyjólfs Sverrissonar verður því ekki tilkynnt fyrr en klukkustund fyrir leik, en vonir standa til um að allir lykilmenn nái að spila í kvöld.

Kaka þénar 530 milljónir á ári hjá Milan

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan er tekjuhæsti leikmaðurinn í A-deildinni á Ítalíu samkvæmt ítarlegri úttekt Gazetta dello Sport. Kaka halar inn 5,9 milljónir evra í árslaun hjá Milan eða um 530 milljónir króna. Francesco Totti hjá Roma kemur næstur með 5,46 milljónir evra og þeir Zlatan Ibrahimovic, Adriano, Gianluigi Buffon og Patrick Vieira þéna allir 5 milljónir evra á ári eða 450 milljónir.

Gillespie: Íslenska liðið hefur náð góðum úrslitum

Kieth Gillespie verður klár í slaginn þegar Norður-Írar sækja okkur Íslendinga heim í undankeppni EM klukkan 18:05 í kvöld. Hann segir íslenska liðið sýnda veiði en ekki gefna, en bendir á að ekkert annað en sigur komi til greina hjá þeim grænu í kvöld.

Tevez og Mascherano viðriðnir skattsvik?

Breska blaðið Daily Mail segir að Argentínumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano ásamt fleirum gætu átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi vegna skattsvika. Lögreglurannsókn hefur verið hrundið af stað á gamla félaginu þeirra Corinthians í Brasilíu þar sem skjólstæðingar Kia Joorabchian eru sérstaklega undir smásjánni.

Torres í skýjunum yfir móttökunum

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool segir það hafa komið sér á óvart hve vel var tekið á móti honum á Anfield. Hann segist falla mjög vel inn í leik liðsins og finna fyrir frelsi inni á vellinum.

Richardson frá keppni í þrjá mánuði

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland hefur nú orðið fyrir miklu áfalli eftir að í ljós kom að tveir af vængmönnum liðsins verða mun lengur frá vegna meiðsla en áætlað var í fyrstu. Þetta eru þeir Kieran Richardson og Carlos Edwards.

Ronaldo er heitur fyrir Angelinu Jolie

Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United komst í fréttirnar á dögunum þegar hann og félagar hans fengu vændiskonur í heimsókn á heimili hans. Leikmaðurinn segist falla fyrir ákveðnum týpum af konum en segir að innrætið skipti hann mestu máli.

Mandela í búningsberbergi Newcastle

Miðjumaðurinn Geremi virðist vera að falla vel í kramið hjá nýju félögunum sínum hjá Newcastle ef marka má frétt breska blaðsins Sun í morgun. Geremi þykir formlegur og virðulegur í fasi og eru félagar hans farnir að kalla hann Nelson Mandela fyrir vikið. "Við lítum allir upp til hans," sagði Steve Harper. Geremi gekk í raðir Newcastle frá Chelsea í sumar.

Hátt í 7000 miðar seldir á landsleikinn

Svo virðist sem Íslendingar ætli ekki að láta séríslenska veðráttuna hafa áhrif á sig á landsleiknum við Norður-Íra í kvöld ef marka má nýjustu fregnir af miðasölu. Þegar er búið að selja rúmlega 6,700 miða á leikinn, en þó er enn nóg eftir af miðum. Leikurinn hefst klukkan 18:05 í kvöld og hægt er að nálgast miða á midi.is og í verslunum Skífunnar.

Farðu frá Chelsea, Ballack

Stefan Effenberg, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen, segir að Michael Ballack væri hollast að hypja sig frá Chelsea hið fyrsta. Hann segir félagið og leikmennina vera að snúast gegn Ballack og telur ferli hans betur borgið hjá öðru félagi.

Fimm milljónir á mann í bónus ef Rússar vinna Englendinga

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi lofað að greiða hverjum einasta leikmanni rússneska landsliðsins rúmar fimm milljónir króna í bónus ef þeim tekst að leggja Englendinga í undankeppni EM í kvöld.

Þórður úr leik hjá Skagamönnum

Skagamenn hafa orðið fyrir miklu áfalli í Landsbankadeild karla. Þórður Guðjónsson er með rifinn vöðva í læri og leikur tæplega meira með liðinu það sem eftir lifi leiktíðar. Þórður fékk högg á lærið í leik um daginn og tóku þau sig aftur upp á æfingu í fyrradag.

Terry vill leiða Englendinga til sigurs á EM

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vilja að hans verði minnst sem fyrirliðans sem leiddi liðið til sigurs á stórmóti. Hann segir lið Englendinga í dag eiga góða möguleika á að berjast um verðlaun á EM næsta sumar.

Einvígi Gay og Powell verður að bíða

Einvígi þeirra Tyson Gay og Asafa Powell á gullmótinu í Brussel á föstudaginn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en nú er ljóst að þessir fljótustu menn jarðar mætast ekki strax á hlaupabrautinni. Gay, sem vann til þriggja gullverðlauna á HM á dögunum, hefur ákveðið að taka sér frí eftir álagið á HM. Það verður því eitthvað minni samkeppni fyrir heimsmetshafann Powell í 100 metra hlaupinu á föstudaginn.

Hamburgð lagði Magdeburg

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þar sem Hamburg vann þriðja leikinn í röð með því að leggja Magdeburg á útivelli 29-24 eftir að hafa verið 10 mörkum yfir í hálfleik 19-9. Bertrand Gille var markahæstur í jöfnu liði Hamburg með 6 mörk, en Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 7 fyrir heimamenn.

Auðvelt hjá ÍR og KR

Tveir leikir fóru fram á Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöldi og voru þeir ekki sérlega spennandi. KR-ingar völtuðu yfir Fjölni á útivelli 111-72 og ÍR vann sannfærandi sigur á Val 91-61 í Seljaskóla.

Ráðist á Alex Ferguson

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, slapp með smávægileg meiðsli á fæti þegar maður réðist á hann á lestarstöð í Lundúnum á mánudagskvöldið. Maðurinn mætir fyrir rétt í dag og hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Ferguson kippti sér ekki upp við árásina og sinnti erindum sínum í borginni þrátt fyrir uppákomuna.

Dregur heldur úr rigningunni með kvöldinu

Um hádegisbilið í dag voru um 7000 manns búnir að kaupa sér miða á leik Íslendinga og Norður-Íra sem hefst klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Vísir setti sig í samband við sjálfan Sigga Storm og rukkaði hann um veðurspá fyrir leikinn. "Úrkoman er heldur að minnka og það á frekar að draga úr rigningunni þegar líður á kvöldið, svo ég held að þetta verði allt í þessu fína lagi," sagði Sigurður bjartur að vanda.

Portúgal og Ísrael úr leik

Í kvöld lauk keppni í milliriðli A á Evrópumótinu í körfubolta. Spánn, Rússland og Grikkland unnu sína leiki og eru allar þjóðirnar komnar áfram ásamt landsliði Króatíu.

Öll spjót beinast að Donadoni

Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, segist ekki finna fyrir neitt meiri pressu en venjulega fyrir leikinn gegn Úkraínu á miðvikudag. Ítalska landsliðið þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Afturelding jafnaði í lokin

Sautjándu og næstsíðustu umferð 2. deildar karla lauk í kvöld þegar ÍR og Afturelding áttust við í Breiðholtinu. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í leiknum en gestirnir náðu að jafna og úrslitin 2-2.

Jafntefli á Akranesi

Íslenska U21 landsliðið er með tvö stig að loknum þremur leikjum í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Belgíu en leikið var á Akranesvelli.

Benítez: Reina ekki á förum

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttir þess efnis að Jose Reina gæti verið á leið til Atletico Madrid sé ekki mjög fær á sínu sviði.

Tevez hlakkar til að spila með Rooney

Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez segir að hann geti ekki beðið eftir því að Wayne Rooney snúi til baka eftir meiðsli. Tevez kom til United í sumar og hlakkar honum til að spila við hlið Rooney.

Clarke á batavegi

Clive Clarke, varnarmaður hjá Leicester, segist vera á hröðum batavegi. Hjarta hans stoppaði tvisvar með stuttu millibili þegar Leicester mætti Nottingham Forest í bikarkeppninni í síðasta mánuði.

Stjóri Derby blæs á kjaftasögur

Billy Davies, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby County, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi átt í deilum við stjórn félagsins. Dagblöð á Englandi sögðu frá því að Davies hafi verið ósáttur við hve lítinn pening hann hefur fengið til leikmannakaupa.

Healy klár hjá Norður-Írum

Norður-Írar hafa fengið góð tíðindi fyrir leik sinn gegn Íslendingum í undankeppni EM annað kvöld eftir að í ljós kom að þeir David Healy, Keith Gillespie og Jonny Evans eru allir orðnir nógu góðir af meiðslum sínum til að spila leikinn. Þá hefur Eyjólfur Sverrisson staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verði á varamannabekk íslenska liðsins eins og við var búist.

Laporta hótar að banna leikmönnum að spila landsleiki

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir að réttast væri að landsliðin greiddu félagsliðunum fyrir afnot af leikmönnum í landsleikjum. Hann segir tíma til kominn fyrir FIFA og UEFA að bregðast við þessu.

Sjá næstu 50 fréttir