Fleiri fréttir

Terry tekur tap út á fjölskyldunni

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea og enska landsliðinu viðurkennir að hann taki tapi á knattspyrnuvellinum svo illa að hann eigi það til að taka það allt út á fjölskyldu sinni þegar hann kemur heim.

Ballack hefði frekar átt að fara til United

Frans Beckebauer, forseti Bayern Munchen, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun landa síns Michael Ballack að ganga í raðir Chelsea á Englandi og segir að hann hefði frekar átt að fara til Manchester United.

Gasol aðvarar félaga sína

Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84.

Versti árangur Serba í 60 ár

Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð.

Wenger framlengir við Arsenal

Arsene Wenger hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal samkvæmt frétt frá breska ríkissjónvarpinu í dag. Þessi tíðindi verða formlega tilkynnt á næstu dögum en sagt er að Frakkinn fái 4 milljónir punda í árslaun á samningstímanum. Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan árið 1996.

Torres meiddur

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool meiddist á hné á æfingu með spænska landsliðinu í gær og hafa spurningamerki verið sett við þáttöku hans í leiknum gegn Íslendingum á laugardaginn. Læknar spænska landsliðsins segja meiðslin ekki alvarleg, en hann fékk högg á hnéð eftir að hann lenti í samstuði félaga sinn.

Federer í undanúrslitin

Roger Federer á enn möguleika á að vinna opna bandaríska meistaramótið í tennis fjórða árið í röð eftir að hann vann baráttusigur á Andy Roddick í 8-manna úrslitum í nótt. Federer lék vel en þurfti að hafa fyrir sigrinum 7-6 (7-4) 7-6 (7-4) og 6-2 í New York.

Fabregas: Ég neitaði Real Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur undirstrikað það að hann muni ekki fara frá Arsenal til að ganga í raðir Real Madrid. Hann segist hafa fengð tilboð um að fara til spænsku risanna í sumar en fullyrðir að hann sé ánægður hjá enska félaginu.

GOG í fjórðungsúrslit

Danska handknattleiksliðið GOG Svendborg varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum dönsku bikarkeppninnar þegar það vann auðveldan útisigur á Stoholm 35-23. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði GOG og skoraði 8 mörk, en hann gekk í raðir liðsins frá þýska liðinu Minden í sumar.

Sigurður: Breiddin í hópnum er mikil

"Leikstíll okkar er auðveldari að eiga við á upphafsmínútum leiksins, en þegar líða tekur á er eins gott að mótherjinn sé tilbúinn að spila á móti svona vörn í 40 mínútur. Það var virkilega gaman að sjá samheldnina í hópnum í varnarleiknum og hvað menn voru duglegir að finna þann sem var heitur í sókninni," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Austurríkismönnum í gærkvöld.

Kom ekki annað til greina en að klára með sigri

"Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum.

Hargreaves tæpur hjá Englendingum

Miðjumaðurinn Owen Hargreaves hjá Manchester United er nýjasta nafnið á sjúkralista enska landsliðsins fyrir leikinn gegn gegn Ísraelum í undankeppni EM á laugardaginn. Hargreaves meiddist á læri á æfingu og verður því tæplega með í leiknum frekar en þeir David Beckham og Frank Lampard. Þá er Steven Gerrard enn tæpur vegna tábrots.

Þórir hetja Lübbecke

Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var hetja sinna manna í Lübbecke þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Wilhelmshavener þremur sekúndum fyrir leikslok í 28-28 jafntefli liðanna. Þórir var markahæstur í liðinu með 7 mörk líkto og Sergu Datkuasvili, en Gylfi Gylfason var næst markahæstur í liði gestanna með 6 mörk.

Glæsilegur sigur Íslands á Austurríki

Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Austurríki í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var í Laugardalshöll. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa en hitnaði síðan hratt og vann á endanum 91-77.

Milliriðlarnir orðnir ljósir

Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu.

Gerrard tók þátt í æfingu Englands

Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, tók þátt í æfingu enska landsliðsins í kvöld. Óvissa hefur ríkt um hvort Gerrard geti tekið þátt í landsleik Englendinga gegn Ísrael á laugardaginn en ljóst er að nú geta menn verið bjartsýnni.

Speed í tvöföldu hlutverki

Gary Speed segir að hann taki leikmannaferilinn fram yfir þjálfaraferilinn í dag. Þessi reynslumikli miðjumaður spilar með Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann er í þjálfarateymi Sammy Lee.

Króatarnir áfram hjá ÍA

Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum.

Afturelding og HK/Víkingur upp

Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött.

Sir Alex: Sýnið Anderson þolinmæði

Sir Alex Ferguson er sannfærður um að brasilíski leikmaðurinn Anderson muni slá í gegn hjá Manchester United. Þessum unga leikmanni hefur verið líkt við Ronaldinho og lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir United í 1-0 sigurleiknum gegn Sunderland um síðustu helgi.

Deilt um Vieira

Landsliðsþjálfarar og þjálfarar félagsliða eru ekki bestu vinir um þessar mundir enda landsleikjahelgi framundan. Franska knattspyrnusambandið og ítalska liðið Inter deila nú um hvort Patrick Vieira sé leikfær um helgina.

Dunga: Adriano þarf að þroskast

Carlos Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur biðlað því til brasilíska sóknarmannsins Adriano að hann fari beinu brautina og finni sitt gamla form. Adriano hefur verið að berjast við vandræði í einkalífinu og hafa þau haft áhrif á frammistöðu hans á vellinum.

Ætlar að vera kominn á fullt um jólin

Jimmy Bullard, miðjumaður Fulham, stefnir á að vera kominn á fullt skrið í kringum jólin. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið frá vegna mjög slæmra hnémeiðsla í eitt ár. Hann er farinn að taka þátt í léttum æfingum.

Playboydómarinn sér ekki eftir neinu

Brasilíski aðstoðardómarinn Ana Paula Oliveira segist alls ekki sjá eftir því að hafa setið fyrir nakin í tímaritinu Playboy á sínum tíma, en hún hefur ekki fengið að dæma alvöruleik síðan. Hún hefur þó ekki hætt dómgæslu og hefur að mestu flaggað áhugamannaleiki.

Juventus vill ræða við Ballack

Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á þýska miðjumanninum Michael Ballack hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið þá var Ballack ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir Meistaradeildina og hafa þá farið af stað sögusagnir varðandi framtíð hans hjá enska stórliðinu.

Hjónabandið breytti Beckham

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að David Beckham hafi breyst til hins verra þegar hann giftist kryddpíunni Victoriu árið 1999. Hann segir Beckham hafa verið atvinnumann fram í fingurgóma áður en hann tileinkaði sér stjörnulífið.

Hamilton stelur sviðsljósinu af Rooney

Breski bókarisinn Harper Collins ætlar að verja milljónum punda í ökuþórinn Lewis Hamilton í þeirri von að hann bæti upp tap útgáfunnar á fyrstu bókinni um knattspyrnukappann Wayne Rooney sem kom út í fyrra. Aðeins 40,000 eintök seldust af bók Rooney sem kom út eftir HM 2006 í knattspyrnu, sem þótti hneyksli eftir að útgáfan eyddi 5 milljónum punda í að tryggja sér útgáfuréttinn á sögu hans.

Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ

Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri.

Enginn náð fernunni síðan vorið 2004

Norska markamaskínan Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United lagði skóna á hilluna á dögunum, en hann afrekaði það einu sinni að skora fjögur mörk í einum leik á aðeins 19 mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik í úrvalsdeildinni.

Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren.

Markús Máni að hætta?

"Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu," sagði Markús Máni Michaelsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að spila með Íslandsmeisturum Vals í vetur. Markús er samningsbundinn Val en segir frekar ólíklegt að hann verði á fullu með liðinu í deildarkeppninni.

Shaquille O´Neal skilur við konu sína

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur sótt um skilnað við konu sína Shaunie, en þau hafa verið gift í tæp fimm ár. Saman eiga þau fimm börn og hætt er við að lögmenn þeirra hafi nóg að gera á næstunni því O´Neal rakar inn um 1,3 milljörðum króna í árslaun og þá eru aðeins talin laun hans hjá Heat. Hús þeirra hjóna hefur verið sett á sölu í Miami og kostar það litla tvo milljarða króna.

Spánverjar heiðra Schumacher

Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi.

Ætla að ljúka keppni með stæl

Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð.

Crouch var tekinn sérstaklega fyrir á HM

Fyrrum HM-dómarinn Graham Poll segir að dómarar á HM í Þýskalandi í fyrra hafi tekið leikstíl enska landsliðsmannsins Peter Crouch sérstaklega fyrir áður en mótið byrjaði.

Ferguson vill að Queiroz taki við United

Sir Alex Ferguson segist enn ekki vera búinn að gera það upp við sig hvenær hann hættir að þjálfa, en segist lítast vel á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir þá ákvörðun vera í höndum Glazer-feðga.

Liverpool spilar ljótan og leiðinlegan bolta

Bernd Schuster nýráðinn þjálfari Real Madrid segir að Liverpool spili ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en bendir á að liðið sé helsti keppinautur sinna manna um sigur í Meistaradeildinni næsta vor. Hann á einnig von á að AC Milan verði eitt þeirra liða sem kemst hvað lengst í keppninni.

Nýr samningur á borðinu hjá Richards

Varnarmaðurinn efnilegi Micah Richards hjá Manchester City segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við Manchester City á næstu dögum. Richards er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar tryggt sér fjóra landsleiki fyrir England. Hann er reyndar enn samningsbundinn félaginu til 2010, en það hefur nú boðið honum betri samning á hærri launum.

Gerrard sprautaður?

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekki útilokað að Steven Gerrard verði sprautaður með verkjalyfjum svo hann geti spilað leikinn við Ísraela í undankeppni EM á laugardaginn. Gerrard er með brákað tábein, en síðast þegar hann var sprautaður vegna þessa var hann eina fimm daga að jafna sig.

Nadal féll úr keppni á opna bandaríska

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal féll úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hann tapaði fyrir sprækum landa sínum David Ferrer 7-6, 4-6, 6-7 og 2-6. Nadal virtist vera meiddur í leiknum og náði sér aldrei á strik. Ferrer mætir Juan Ignacio Chela frá Argentínu í fjórðungsúrslitum.

Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð

Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum.

Austurríkismenn leiða í hálfleik

Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn.

Margrét Lára langmarkahæst

Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni.

Heimamenn á sigurbraut

Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst.

Grikkir unnu Serba naumlega

Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið.

Sjá næstu 50 fréttir