Fleiri fréttir Schuster: AC Milan sigurstranglegast Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster. 4.9.2007 18:40 Tveir úr FH dæmdir í bann Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. 4.9.2007 18:11 Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa. 4.9.2007 17:38 Olembe á leið til Wigan Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki. 4.9.2007 17:21 Lampard ekki með gegn Ísrael Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar. 4.9.2007 17:10 Helgi og Brynjar ekki með gegn Spáni Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. 4.9.2007 17:00 Danska bullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:41 Terry: McClaren mun ekki hætta John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren muni ekki segja starfi sínu lausu þótt illa fari í leikjunum tveimur gegn Ísraelum og Rússum í undankeppni EM um helgina. 4.9.2007 14:15 Joaquin: Við fáum ekkert nammi á Íslandi Spænski miðjumaðurinn Joaquin hjá Valencia segir að félagar hans í spænska landsliðinu eigi ekki von á blíðum móttökum þegar þeir sækja Íslendinga heim í undankeppni EM á laugardaginn. Hann segir Spánverja vita betur en að vanmeta íslenska liðið. 4.9.2007 14:07 Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. 4.9.2007 13:59 Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55 Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42 Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22 Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55 Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14 Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07 Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54 King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44 Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38 Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11 Johansson í landsliðið í stað Ljungberg Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, hefur kallað á miðjumanninn Andreas Johansson frá AaB Álaborg í hóp sinn sem mætir Dönum í undankeppni EM á laugardaginn. Johansson kemur inn í liðið í stað Freddie Ljungberg hjá West Ham sem er meiddur á nára. Hóp Svía má sjá hér fyrir neðan. 4.9.2007 11:02 Federer í fjórðungsúrslit Svisslendingurinn Roger Federer mætti óvæntri mótspyrnu í nótt þegar hann lagði Spánverjann Felicano Lopez 3-6, 6-4, 6-1 og 6-4 og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Federer hefur unnið mótið þrisvar í röð en lenti í nokkrum vandræðum með frískan Spánverjann. Hann mætir Andy Roddick í næstu umferð, en þeir mættust í úrslitaleik mótsins í fyrra. 4.9.2007 10:57 Kærum okkur ekki um neina forgjöf "Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH. 4.9.2007 10:22 Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið. 4.9.2007 09:57 Robben skýtur á Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu. 4.9.2007 09:51 N´Zogbia framlengir við Newcastle Franski unglingalandsliðsmaðurinn Charles N´Zogbia hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Samningurinn er til fimm ára og gildir út leiktíðina 2012. N´Zogbia er miðjumaður og átti ekki fast sæti í liði Newcastle undir stjórn Glen Roeder, en hefur staðið sig vel í stöðu bakvarðar eftir að Sam Allardyce tók við liðinu. 4.9.2007 09:39 Hiddink: Englendingar eru hræddir Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku. 4.9.2007 09:31 Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. 4.9.2007 09:09 Djurgården á toppinn Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg. 4.9.2007 09:02 Fjölnir í úrslitaleikinn Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt. 3.9.2007 22:35 Okocha óvænt á leið til Hull Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif. 3.9.2007 23:22 Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum. 3.9.2007 22:40 Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast. 3.9.2007 22:24 Öruggur sigur Sevilla Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1. 3.9.2007 22:04 Framlengt í Laugardal Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. 3.9.2007 21:50 Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin. 3.9.2007 21:28 Gunnar Már hefur jafnað Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. 3.9.2007 21:17 Albert kom Fylki yfir Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu. 3.9.2007 20:49 Öruggir sigrar Breiðabliks og KR Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1. 3.9.2007 20:31 Jaaskeilainen til Arsenal? Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton. 3.9.2007 20:04 Enn talsvert í Ballack Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október. 3.9.2007 19:41 Rússar lögðu Serba Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig. 3.9.2007 19:23 Nær Fjölnir að brjóta blað? Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00. 3.9.2007 18:59 Viðtal við Boris Diaw Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið. 3.9.2007 18:45 Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. 3.9.2007 18:24 Sjá næstu 50 fréttir
Schuster: AC Milan sigurstranglegast Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster. 4.9.2007 18:40
Tveir úr FH dæmdir í bann Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. 4.9.2007 18:11
Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa. 4.9.2007 17:38
Olembe á leið til Wigan Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki. 4.9.2007 17:21
Lampard ekki með gegn Ísrael Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar. 4.9.2007 17:10
Helgi og Brynjar ekki með gegn Spáni Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. 4.9.2007 17:00
Danska bullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:41
Terry: McClaren mun ekki hætta John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren muni ekki segja starfi sínu lausu þótt illa fari í leikjunum tveimur gegn Ísraelum og Rússum í undankeppni EM um helgina. 4.9.2007 14:15
Joaquin: Við fáum ekkert nammi á Íslandi Spænski miðjumaðurinn Joaquin hjá Valencia segir að félagar hans í spænska landsliðinu eigi ekki von á blíðum móttökum þegar þeir sækja Íslendinga heim í undankeppni EM á laugardaginn. Hann segir Spánverja vita betur en að vanmeta íslenska liðið. 4.9.2007 14:07
Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. 4.9.2007 13:59
Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55
Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42
Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22
Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55
Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14
Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07
Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54
King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44
Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38
Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11
Johansson í landsliðið í stað Ljungberg Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, hefur kallað á miðjumanninn Andreas Johansson frá AaB Álaborg í hóp sinn sem mætir Dönum í undankeppni EM á laugardaginn. Johansson kemur inn í liðið í stað Freddie Ljungberg hjá West Ham sem er meiddur á nára. Hóp Svía má sjá hér fyrir neðan. 4.9.2007 11:02
Federer í fjórðungsúrslit Svisslendingurinn Roger Federer mætti óvæntri mótspyrnu í nótt þegar hann lagði Spánverjann Felicano Lopez 3-6, 6-4, 6-1 og 6-4 og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Federer hefur unnið mótið þrisvar í röð en lenti í nokkrum vandræðum með frískan Spánverjann. Hann mætir Andy Roddick í næstu umferð, en þeir mættust í úrslitaleik mótsins í fyrra. 4.9.2007 10:57
Kærum okkur ekki um neina forgjöf "Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH. 4.9.2007 10:22
Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið. 4.9.2007 09:57
Robben skýtur á Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu. 4.9.2007 09:51
N´Zogbia framlengir við Newcastle Franski unglingalandsliðsmaðurinn Charles N´Zogbia hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Samningurinn er til fimm ára og gildir út leiktíðina 2012. N´Zogbia er miðjumaður og átti ekki fast sæti í liði Newcastle undir stjórn Glen Roeder, en hefur staðið sig vel í stöðu bakvarðar eftir að Sam Allardyce tók við liðinu. 4.9.2007 09:39
Hiddink: Englendingar eru hræddir Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku. 4.9.2007 09:31
Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum. 4.9.2007 09:09
Djurgården á toppinn Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg. 4.9.2007 09:02
Fjölnir í úrslitaleikinn Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt. 3.9.2007 22:35
Okocha óvænt á leið til Hull Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif. 3.9.2007 23:22
Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum. 3.9.2007 22:40
Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast. 3.9.2007 22:24
Öruggur sigur Sevilla Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1. 3.9.2007 22:04
Framlengt í Laugardal Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. 3.9.2007 21:50
Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin. 3.9.2007 21:28
Gunnar Már hefur jafnað Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. 3.9.2007 21:17
Albert kom Fylki yfir Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu. 3.9.2007 20:49
Öruggir sigrar Breiðabliks og KR Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1. 3.9.2007 20:31
Jaaskeilainen til Arsenal? Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton. 3.9.2007 20:04
Enn talsvert í Ballack Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október. 3.9.2007 19:41
Rússar lögðu Serba Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig. 3.9.2007 19:23
Nær Fjölnir að brjóta blað? Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00. 3.9.2007 18:59
Viðtal við Boris Diaw Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið. 3.9.2007 18:45
Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. 3.9.2007 18:24