Roger Federer á enn möguleika á að vinna opna bandaríska meistaramótið í tennis fjórða árið í röð eftir að hann vann baráttusigur á Andy Roddick í 8-manna úrslitum í nótt. Federer lék vel en þurfti að hafa fyrir sigrinum 7-6 (7-4) 7-6 (7-4) og 6-2 í New York.
Federer mætir Rússanum Nikolay Davydenko í undanúrslitum, en hann hefur nú unnið Andy Roddick 14 sinnum af þeim 15 skiptum sem þeir hafa mæst á ferlinum.