Fleiri fréttir Massa hrósaði sigri í Tyrklandi Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti. 26.8.2007 13:53 Tvö mörk komin á Riverside Það er hálfleikur í leik Middlesbrough og Newcastle á Riverside vellinum en þar er staðan jöfn 1-1. Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir á 22. mínútu en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin fyrir Middlesbrough á 28. mínútu. 26.8.2007 13:12 Spáð í spilin: Man Utd. - Tottenham Það er athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 15:00 á Old Trafford þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Bæði þessi lið hafa ollið vonbrigðum það sem af er tímabili. 26.8.2007 13:02 Þórey Edda úr leik Þórey Edda Elísdóttir er úr leik í stangarstökkkeppni kvenna á HM í frjálsum íþróttum. Undankeppnin fór fram nú í hádeginu en þar stökk Þórey 4,35 metra. Hún hefði þurft að stökkva 4,55 metra til að komast í úrslit. 26.8.2007 12:54 Deco til Chelsea í janúar? Spænska blaðið DiarioSport þykist hafa heimildir fyrir því að Deco, miðjumaður Barcelona, gangi til liðs við enska stórliðið Chelsea í janúar. Óvíst er hvort Deco muni eiga fast sæti í byrjunarliði Börsunga á tímabilinu. 26.8.2007 12:49 Paletta seldur til Boca Liverpool hefur selt argentínska varnarmanninn Gabriel Paletta til Boca Juniors í heimalandi hans. Þessi 21. árs leikmaður kom til Anfield sumarið 2006 eftir að hafa vakið mikla athygli á Heimsmeistaramóti unglingalandsliða árið á undan. 26.8.2007 12:31 Ástand Puerta alvarlegt Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta er á sjúkrahúsi þar sem ástand hans er talið alvarlegt. Puerta hneig niður í leik með liði sínu Sevilla gegn Getafe í gær og svo aftur í búningsklefa liðsins. 26.8.2007 12:08 Þriggja ára samningur á borðinu Arsenal vonast til þess að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger skrifi undir nýjan samning sem fyrst en þriggja ára samningur bíður á borðinu. Samningur Wengers rennur út eftir yfirstandandi tímabil. 26.8.2007 11:41 Carragher og Hyypia á meiðslalistann Varnarmennirnir Jamie Carragher og Sami Hyypia munu líklega missa af seinni leik Liverpool gegn franska liðinu Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður á þriðjudaginn. 26.8.2007 11:23 Byrjunarliðið gegn Slóveníu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið kvennalandsliðsins er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00. 26.8.2007 10:42 Spáð í spilin: Middlesbrough - Newcastle Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í dag en sá fyrri verður klukkan 12:30. Það er nágrannaslagur milli Middlesbrough og Newcastle sem fram fer á Riverside vellinum. 26.8.2007 10:26 Juventus byrjar með glans Keppni er hafin á Ítalíu en augu flestra beindust að viðureign Juventus og Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir árs veru í B-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Livorno 5-1 þar sem David Trezeguet skoraði þrennu. 25.8.2007 20:22 Sneijder með sigurmark Real Madrid Keppni í spænsku deildinni hófst í kvöld með opnunarleik Real Madrid og Atletico Madrid. Það voru meistararnir í Real Madrid sem unnu leikinn 2-1 en sigurmarkið skoraði hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder. 25.8.2007 20:06 Byrjun West Ham undir væntingum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, er ekki sáttur við byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur fjögur stig eftir þrjá leiki en í dag gerði það 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Wigan. 25.8.2007 19:26 Lampard gerði gæfumuninn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Frank Lampard hafi gert gæfumuninn fyrir Chelsea í leik liðana í dag. Eftir leiki dagsins situr Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það var Lampard sem skoraði eina markið í umræddum leik. 25.8.2007 19:04 Jafntefli á Goodison Park Everton og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark James McFadden á 78. mínútu kom í veg fyrir sigur Blackburn en Roque Santa Cruz hafði komið þeim yfir í leiknum. 25.8.2007 18:34 Grindavík endurheimti toppsætið Lokaleikur 17. umferðar 1. deildar karla fór fram í dag. Grindvíkingar endurheimtu toppsætið með því að vinna Þór Akureyri örugglega 3-0 á heimavelli sínum. Orri Freyr Hjaltalín, Andri Steinn Birgisson og Eysteinn Hauksson skoruðu mörkin. 25.8.2007 18:23 Sammy Lee: Mikill gleðidagur Sæti Sammy Lee, knattspyrnustjóra Bolton, kólnaði til muna í dag þegar liðið vann stórsigur á Reading 3-0. Þetta eru fyrstu stig Bolton á tímabilinu en Sammy Lee var að vonum hæstánægður með sigurinn. 25.8.2007 18:06 Ísland tapaði í Finnlandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnum í B-deild Evrópukeppni landsliða 85-66 en leikurinn fór fram í Finnlandi. Íslenska liðið átti ágæta spretti í leiknum en það dugði þó ekki til gegn sterku liði Finna. 25.8.2007 17:54 Wenger: Vissi að við myndum skora Cesc Fabregas varð fyrstur til að ná að skora á móti Manchester City. Hann skoraði eina markið þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur gegn City í dag en Lundúnaliðið er nú komið með sjö stig í deildinni. Fyrir leikinn hafði City unnið alla þrjá leiki sína. 25.8.2007 17:45 Sir Alex: Við vinnum á morgun Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er viss um að sínir menn nái að leggja Tottenham á morgun. „Gæðin í okkar leik munu verða til þess að við fáum öll stigin á sunnudag," sagði Ferguson en leikurinn verður á Old Trafford. 25.8.2007 16:46 Grótta og Víðir í góðum málum Úrslitakeppnin í 3. deild karla fór af stað í dag en fimm lið komast upp í 2. deildina í ár vegna fjölgunar í landsdeildum Íslandsmótsins. Átta lið keppa í úrslitakeppnninni og komast sigurliðin úr átta liða úrslitunum beint upp en tapliðin leika aukalega um hitt lausa sætið í 2. deild. 25.8.2007 16:20 Þriðji sigur Bayern í röð Bayern München fer vel af stað í þýsku Bundesligunni en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. Liðið lagði Hannover að velli 3-0 í dag en mörkin skoruðu Luca Toni, Mark van Bommel og Hamit Altintop. 25.8.2007 16:08 Úrslitin úr enska boltanum Það var skorað í öllum þeim leikjum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, getur farið að anda aðeins léttar því liðið vann sín fyrstu stig í deildinni þegar það sigraði Íslendingaliðið Reading 3-0. 25.8.2007 16:00 Keane: Liverpool getur unnið deildina Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Liverpool eigi góða möguleika á að hampa enska meistaratitlinum í ár. Liverpool hefur aldrei orðið meistari síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar en Keane segir að nú gæti orðið breyting á. 25.8.2007 15:20 Neyðist Tottenham til að selja Defoe? Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið gæti neyðst til að selja sóknarmanninn Jermain Defoe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur Defoe rennur út sumarið 2008. 25.8.2007 15:08 Spáð í spilin: Everton - Blackburn Leikur Everton og Blackburn er lokaleikur dagsins í enska boltanum en hann hefst klukkan 16:15 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton hefur byrjað tímabilið ágætlega og er í fjórða sæti með sex stig eftir þrjá leiki. 25.8.2007 14:56 Hálfleikstölur í enska boltanum Nú er kominn hálfleikur í þeim leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Chelsea er yfir gegn Portsmouth eftir mark frá Frank Lampard en markalaust er í leik Arsenal og Manchester City. 25.8.2007 14:45 Endurkoma Juventus í kvöld Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild. 25.8.2007 14:13 Albert Luque á leið til Ajax Newcastle hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Ajax um sölu á spænska sóknarmanninum Albert Luque. Árið 2005 gekk Luque til liðs við Newcastle frá Deportivo La Coruna. 25.8.2007 13:57 Liverpool lagði Sunderland Liverpool er komið með sjö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Sunderland í dag. Leikurinn á Stadium of Light fór 2-0 fyrir gestunum. Momo Sissoko skoraði í fyrri hálfleik og Andriy Voronin gerði síðan út um leikinn í þeim síðari. 25.8.2007 13:44 Anelka vill toppbaráttu Nicolas Anelka, sóknarmaður Bolton, er að hugsa sér til hreyfings. Lið hans hefur byrjað deildina mjög illa og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Í sumar var Anelka, sem er 28 ára, orðaður við fjölda liða. 25.8.2007 13:32 Massa fremstur á morgun Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa. 25.8.2007 13:18 Spáð í spilin: West Ham - Wigan West Ham tekur á móti Wigan sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er móti. Íslendingaliðið West Ham er í 15. sæti með þrjú stig úr tveimur leikjum en liðið sigraði Birmingham um síðustu helgi. 25.8.2007 13:10 Spáð í spilin: Derby - Birmingham Derby tekur á móti Birmingham í nýliðaslag. Þessi lið komust bæði úr fyrstu deildinni síðastliðið vor og ætti slagurinn að verða jafn. Liðin verma 18. og 19. sæti deildarinnar með eitt stig hvort eftir þrjá leiki. 25.8.2007 13:01 Spáð í spilin: Chelsea - Portsmouth Chelsea tekur á móti Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er í öðru sæti deildarinar með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið hefur ekki ennþá tapað leik en hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum. 25.8.2007 12:52 Spáð í spilin: Bolton - Reading Það verður Íslendingaslagur þegar Bolton tekur á móti Reading klukkan 14. Sammy Lee hefur farið hræðilega af stað með Bolton liðið eftir að hafa fengið tólf nýja leikmenn til liðsins, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. 25.8.2007 12:43 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur verðskuldaða forystu gegn Sunderland í hálfleik en staðan er 1-0. Leikurinn fer fram á heimavelli Sunderland. Momo Sissoko skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir fallega sókn Liverpool en þetta er fyrsta mark hans fyrir félagið. 25.8.2007 12:34 Adriano til City? Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, hringdi í Roberto Mancini til að spyrjast fyrir um brasilíska sóknarmanninn Adriano. Mancini er núverandi stjóri Ítalíumeistara Inter en hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Eriksson hjá Lazio. 25.8.2007 12:25 Spáð í spilin: Aston Villa - Fulham Aston Villa tekur á móti Fulham í dag. Villa hefur aðeins nælt sér í eitt stig af sex mögulegum það sem af er tímabils, en liðið tapaði fyrir Liverpool á Villa Park í fyrstu umferðinni og gerði svo marklaust jafntefli við Newcastle á útivelli. Fulham hefur heldur ekki staðið sig vel en liðið er með þrjú stig af níu mögulegum. 25.8.2007 12:16 Spáð í spilin: Arsenal - Man. City Það verður ansi athyglisverður leikur á Emirates vellinum klukkan tvö þegar Arsenal tekur á móti toppliði Manchester City. Arsenal var ekki spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa selt Thierry Henry til Barcelona í sumar. 25.8.2007 11:53 Mikið ritað um framtíð Eiðs Smára Fjölmiðlar í Evrópu halda áfram að velta fyrir sér framtíð landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. Nú er sagt að tyrkneska félagið Galatasaray sé á höttunum á eftir honum en Eiður er aftarlega í forgangsröðinni hjá spænska liðinu Barcelona. 25.8.2007 11:36 Benítez: Keane gæti komist í fremstu röð Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Roy Keane, kollegi sinn hjá Sunderland, gæti orðið frábær stjóri. Sunderland og Liverpool eru að fara að mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 11:45. 25.8.2007 11:14 Dýrmæt reynsla fyrir Walcott Sven Göran Eriksson segir að enska knattspyrnusambandið ætti að vera honum þakklátt fyrir að taka Theo Walcott með á heimsmeistaramótið á síðasta ári. Sá sænski var víða gagnrýndur fyrir að velja Walcott í enska landsliðshópinn frekar en Jermain Defoe hjá Tottenham. 25.8.2007 11:01 Sóknarmaður QPR lést í bílslysi Búið er að fresta leik Burnley og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni sem fram átti að fara í dag. Ungur og efnilegur sóknarmaður QPR, Ray Jones, lét lífið í bílslysi rétt eftir miðnætti í gærkvöld. 25.8.2007 10:38 Sjá næstu 50 fréttir
Massa hrósaði sigri í Tyrklandi Felipe Massa, ökuþór Ferrari, kom fyrstur í mark í tyrkneska Formúlu-1 kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu. Lewis Hamilton, efsti maður stigalistans, hafnaði í fimmta sæti. 26.8.2007 13:53
Tvö mörk komin á Riverside Það er hálfleikur í leik Middlesbrough og Newcastle á Riverside vellinum en þar er staðan jöfn 1-1. Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir á 22. mínútu en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin fyrir Middlesbrough á 28. mínútu. 26.8.2007 13:12
Spáð í spilin: Man Utd. - Tottenham Það er athyglisverður leikur á dagskrá klukkan 15:00 á Old Trafford þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Bæði þessi lið hafa ollið vonbrigðum það sem af er tímabili. 26.8.2007 13:02
Þórey Edda úr leik Þórey Edda Elísdóttir er úr leik í stangarstökkkeppni kvenna á HM í frjálsum íþróttum. Undankeppnin fór fram nú í hádeginu en þar stökk Þórey 4,35 metra. Hún hefði þurft að stökkva 4,55 metra til að komast í úrslit. 26.8.2007 12:54
Deco til Chelsea í janúar? Spænska blaðið DiarioSport þykist hafa heimildir fyrir því að Deco, miðjumaður Barcelona, gangi til liðs við enska stórliðið Chelsea í janúar. Óvíst er hvort Deco muni eiga fast sæti í byrjunarliði Börsunga á tímabilinu. 26.8.2007 12:49
Paletta seldur til Boca Liverpool hefur selt argentínska varnarmanninn Gabriel Paletta til Boca Juniors í heimalandi hans. Þessi 21. árs leikmaður kom til Anfield sumarið 2006 eftir að hafa vakið mikla athygli á Heimsmeistaramóti unglingalandsliða árið á undan. 26.8.2007 12:31
Ástand Puerta alvarlegt Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta er á sjúkrahúsi þar sem ástand hans er talið alvarlegt. Puerta hneig niður í leik með liði sínu Sevilla gegn Getafe í gær og svo aftur í búningsklefa liðsins. 26.8.2007 12:08
Þriggja ára samningur á borðinu Arsenal vonast til þess að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger skrifi undir nýjan samning sem fyrst en þriggja ára samningur bíður á borðinu. Samningur Wengers rennur út eftir yfirstandandi tímabil. 26.8.2007 11:41
Carragher og Hyypia á meiðslalistann Varnarmennirnir Jamie Carragher og Sami Hyypia munu líklega missa af seinni leik Liverpool gegn franska liðinu Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður á þriðjudaginn. 26.8.2007 11:23
Byrjunarliðið gegn Slóveníu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið kvennalandsliðsins er mætir Slóvenum í riðlakeppni fyrir EM 2009 í Finnlandi í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00. 26.8.2007 10:42
Spáð í spilin: Middlesbrough - Newcastle Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í dag en sá fyrri verður klukkan 12:30. Það er nágrannaslagur milli Middlesbrough og Newcastle sem fram fer á Riverside vellinum. 26.8.2007 10:26
Juventus byrjar með glans Keppni er hafin á Ítalíu en augu flestra beindust að viðureign Juventus og Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir árs veru í B-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Livorno 5-1 þar sem David Trezeguet skoraði þrennu. 25.8.2007 20:22
Sneijder með sigurmark Real Madrid Keppni í spænsku deildinni hófst í kvöld með opnunarleik Real Madrid og Atletico Madrid. Það voru meistararnir í Real Madrid sem unnu leikinn 2-1 en sigurmarkið skoraði hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder. 25.8.2007 20:06
Byrjun West Ham undir væntingum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, er ekki sáttur við byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur fjögur stig eftir þrjá leiki en í dag gerði það 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Wigan. 25.8.2007 19:26
Lampard gerði gæfumuninn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Frank Lampard hafi gert gæfumuninn fyrir Chelsea í leik liðana í dag. Eftir leiki dagsins situr Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það var Lampard sem skoraði eina markið í umræddum leik. 25.8.2007 19:04
Jafntefli á Goodison Park Everton og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark James McFadden á 78. mínútu kom í veg fyrir sigur Blackburn en Roque Santa Cruz hafði komið þeim yfir í leiknum. 25.8.2007 18:34
Grindavík endurheimti toppsætið Lokaleikur 17. umferðar 1. deildar karla fór fram í dag. Grindvíkingar endurheimtu toppsætið með því að vinna Þór Akureyri örugglega 3-0 á heimavelli sínum. Orri Freyr Hjaltalín, Andri Steinn Birgisson og Eysteinn Hauksson skoruðu mörkin. 25.8.2007 18:23
Sammy Lee: Mikill gleðidagur Sæti Sammy Lee, knattspyrnustjóra Bolton, kólnaði til muna í dag þegar liðið vann stórsigur á Reading 3-0. Þetta eru fyrstu stig Bolton á tímabilinu en Sammy Lee var að vonum hæstánægður með sigurinn. 25.8.2007 18:06
Ísland tapaði í Finnlandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnum í B-deild Evrópukeppni landsliða 85-66 en leikurinn fór fram í Finnlandi. Íslenska liðið átti ágæta spretti í leiknum en það dugði þó ekki til gegn sterku liði Finna. 25.8.2007 17:54
Wenger: Vissi að við myndum skora Cesc Fabregas varð fyrstur til að ná að skora á móti Manchester City. Hann skoraði eina markið þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur gegn City í dag en Lundúnaliðið er nú komið með sjö stig í deildinni. Fyrir leikinn hafði City unnið alla þrjá leiki sína. 25.8.2007 17:45
Sir Alex: Við vinnum á morgun Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er viss um að sínir menn nái að leggja Tottenham á morgun. „Gæðin í okkar leik munu verða til þess að við fáum öll stigin á sunnudag," sagði Ferguson en leikurinn verður á Old Trafford. 25.8.2007 16:46
Grótta og Víðir í góðum málum Úrslitakeppnin í 3. deild karla fór af stað í dag en fimm lið komast upp í 2. deildina í ár vegna fjölgunar í landsdeildum Íslandsmótsins. Átta lið keppa í úrslitakeppnninni og komast sigurliðin úr átta liða úrslitunum beint upp en tapliðin leika aukalega um hitt lausa sætið í 2. deild. 25.8.2007 16:20
Þriðji sigur Bayern í röð Bayern München fer vel af stað í þýsku Bundesligunni en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. Liðið lagði Hannover að velli 3-0 í dag en mörkin skoruðu Luca Toni, Mark van Bommel og Hamit Altintop. 25.8.2007 16:08
Úrslitin úr enska boltanum Það var skorað í öllum þeim leikjum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, getur farið að anda aðeins léttar því liðið vann sín fyrstu stig í deildinni þegar það sigraði Íslendingaliðið Reading 3-0. 25.8.2007 16:00
Keane: Liverpool getur unnið deildina Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Liverpool eigi góða möguleika á að hampa enska meistaratitlinum í ár. Liverpool hefur aldrei orðið meistari síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar en Keane segir að nú gæti orðið breyting á. 25.8.2007 15:20
Neyðist Tottenham til að selja Defoe? Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið gæti neyðst til að selja sóknarmanninn Jermain Defoe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur Defoe rennur út sumarið 2008. 25.8.2007 15:08
Spáð í spilin: Everton - Blackburn Leikur Everton og Blackburn er lokaleikur dagsins í enska boltanum en hann hefst klukkan 16:15 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton hefur byrjað tímabilið ágætlega og er í fjórða sæti með sex stig eftir þrjá leiki. 25.8.2007 14:56
Hálfleikstölur í enska boltanum Nú er kominn hálfleikur í þeim leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Chelsea er yfir gegn Portsmouth eftir mark frá Frank Lampard en markalaust er í leik Arsenal og Manchester City. 25.8.2007 14:45
Endurkoma Juventus í kvöld Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild. 25.8.2007 14:13
Albert Luque á leið til Ajax Newcastle hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Ajax um sölu á spænska sóknarmanninum Albert Luque. Árið 2005 gekk Luque til liðs við Newcastle frá Deportivo La Coruna. 25.8.2007 13:57
Liverpool lagði Sunderland Liverpool er komið með sjö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Sunderland í dag. Leikurinn á Stadium of Light fór 2-0 fyrir gestunum. Momo Sissoko skoraði í fyrri hálfleik og Andriy Voronin gerði síðan út um leikinn í þeim síðari. 25.8.2007 13:44
Anelka vill toppbaráttu Nicolas Anelka, sóknarmaður Bolton, er að hugsa sér til hreyfings. Lið hans hefur byrjað deildina mjög illa og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Í sumar var Anelka, sem er 28 ára, orðaður við fjölda liða. 25.8.2007 13:32
Massa fremstur á morgun Það var líf og fjör í Tyrklandi fyrr í dag þegar tímatökur fóru fram fyrir Formúlu-1 kappaksturinn í Istanbúl. Það verður Ferrari ökumaðurinn Felipe Massa sem verður á ráspól á morgun eftir spennandi tímatökur. Lewis Hamilton varð rétt á eftir Massa. 25.8.2007 13:18
Spáð í spilin: West Ham - Wigan West Ham tekur á móti Wigan sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er móti. Íslendingaliðið West Ham er í 15. sæti með þrjú stig úr tveimur leikjum en liðið sigraði Birmingham um síðustu helgi. 25.8.2007 13:10
Spáð í spilin: Derby - Birmingham Derby tekur á móti Birmingham í nýliðaslag. Þessi lið komust bæði úr fyrstu deildinni síðastliðið vor og ætti slagurinn að verða jafn. Liðin verma 18. og 19. sæti deildarinnar með eitt stig hvort eftir þrjá leiki. 25.8.2007 13:01
Spáð í spilin: Chelsea - Portsmouth Chelsea tekur á móti Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er í öðru sæti deildarinar með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið hefur ekki ennþá tapað leik en hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum. 25.8.2007 12:52
Spáð í spilin: Bolton - Reading Það verður Íslendingaslagur þegar Bolton tekur á móti Reading klukkan 14. Sammy Lee hefur farið hræðilega af stað með Bolton liðið eftir að hafa fengið tólf nýja leikmenn til liðsins, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. 25.8.2007 12:43
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur verðskuldaða forystu gegn Sunderland í hálfleik en staðan er 1-0. Leikurinn fer fram á heimavelli Sunderland. Momo Sissoko skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir fallega sókn Liverpool en þetta er fyrsta mark hans fyrir félagið. 25.8.2007 12:34
Adriano til City? Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, hringdi í Roberto Mancini til að spyrjast fyrir um brasilíska sóknarmanninn Adriano. Mancini er núverandi stjóri Ítalíumeistara Inter en hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Eriksson hjá Lazio. 25.8.2007 12:25
Spáð í spilin: Aston Villa - Fulham Aston Villa tekur á móti Fulham í dag. Villa hefur aðeins nælt sér í eitt stig af sex mögulegum það sem af er tímabils, en liðið tapaði fyrir Liverpool á Villa Park í fyrstu umferðinni og gerði svo marklaust jafntefli við Newcastle á útivelli. Fulham hefur heldur ekki staðið sig vel en liðið er með þrjú stig af níu mögulegum. 25.8.2007 12:16
Spáð í spilin: Arsenal - Man. City Það verður ansi athyglisverður leikur á Emirates vellinum klukkan tvö þegar Arsenal tekur á móti toppliði Manchester City. Arsenal var ekki spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa selt Thierry Henry til Barcelona í sumar. 25.8.2007 11:53
Mikið ritað um framtíð Eiðs Smára Fjölmiðlar í Evrópu halda áfram að velta fyrir sér framtíð landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. Nú er sagt að tyrkneska félagið Galatasaray sé á höttunum á eftir honum en Eiður er aftarlega í forgangsröðinni hjá spænska liðinu Barcelona. 25.8.2007 11:36
Benítez: Keane gæti komist í fremstu röð Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Roy Keane, kollegi sinn hjá Sunderland, gæti orðið frábær stjóri. Sunderland og Liverpool eru að fara að mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 11:45. 25.8.2007 11:14
Dýrmæt reynsla fyrir Walcott Sven Göran Eriksson segir að enska knattspyrnusambandið ætti að vera honum þakklátt fyrir að taka Theo Walcott með á heimsmeistaramótið á síðasta ári. Sá sænski var víða gagnrýndur fyrir að velja Walcott í enska landsliðshópinn frekar en Jermain Defoe hjá Tottenham. 25.8.2007 11:01
Sóknarmaður QPR lést í bílslysi Búið er að fresta leik Burnley og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni sem fram átti að fara í dag. Ungur og efnilegur sóknarmaður QPR, Ray Jones, lét lífið í bílslysi rétt eftir miðnætti í gærkvöld. 25.8.2007 10:38